Eimreiðin - 01.10.1931, Qupperneq 94
406
KREUTZER-SONATAN
eimreidin
ekki. í öllum skáldsögum er lilfinningum söguhetjunnar ætlað
mikið rúm. Með rósrauðum litum er því lýst, hve ást hans
sé göfug og hrein. En það er ekki verið að lýsa fyrri aefin-
týrum þessarar sömu hetju. Það er ekki minst einu orði a
komur hans á miður þokkaða staði, ekki á kunningsskap hans
við stofustúlkur, eldabuskur eða annara manna konur. Jafn-
vel þó að svo »ósæmilegar« skáldsögur séu til, er þess vand-
lega gætt að láta þær ekki koma þeim í hendur, sem helst
ættu að lesa þær, en það eru ungu stúlkurnar sjálfar. Fyrs*
láta menn við þær eins og ekkert sé, eins og siðleysið, sem
ríkir í borgum og bæjum, sé tóm ímyndun. Og svo ve°st
fólkið þessari hræsni þannig smátt og smátt, að það fer að
trúa því, að siðgæði ráði í- heiminum og mennirnir séu yhr'
leitt hinir grandvörustu í siðferðilegum efnum. Veslings unSu
stúlkurnar eru því miður altof sannfærðar um þetta.
Þannig fór einnig fyrir hinni ógæfusömu eiginkonu minm-
Eg man altaf eftir atviki, sem gerðist stuttu eftir að við vor-
um trúlofuð. Eg sýndi henni einu sinni dagbókina mína.
til þess hún gæti gert sér ofurlitla hugmynd um fortíð mina.
og þá aðallega um eitt af síðustu æfintýrum mínum, sem e8
vissi, að hún hefði annars getað frétt um annarsstaðar Fa-
Eg man hver ótti greip hana, hve aum og örvæntingarfu
hún varð, þegar það rann upp fyrir henni, hvað þarna var
um að ræða. Ég sá, að hún var þess þá albúin að segia
mér upp. Að hún skyldi ekki láta verða af því!«
Hann rak upp sama einkennilega ópið; svo þagnaði hann
og fékk sér te.
»Nei, það er annars betra eins og það er, já, eins og
er!« sagði hann æstur. — »Mér er það ekki nema mátulegt-4
VI.
»En það var ekki þetta, sem ég vildi sagt hafa«, tók ham1
aftur til máls eftir stundarþögn, »heldur ætlaði ég að seg)a’
að það eru veslings ungu slúlkurnar einar, sem vonsvikuar
eru, því mæðurnar vita ósköp vel, hvað dætur þeirra eiga
vændum, og ekki sízt þær mæður, sem hafa gengið * s,
hjá eiginmönnum sínum. Þótt þær láti svo sem þaer FUI .
sakleysi þeirra, þá er annað uppi á teningnum í framkvæmdm111