Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 98
410
KREUTZER-SÓNATAN
eimreidiN
sé nóg til af mönnum, sem vilja giftast. Þetta gekk líka alt
ágætlega áður fyr. Undir eins og stúlkan var gjafvaxta, sáu
foreldrarnir um að útvega henni mann. Þannig hefur það
alt af verið, og þannig er það enn meðal allra þjóða, í Kína,
Indlandi, meðal Múhameðstrúarmanna og í voru eigin þjóð-
félagi, yfirleitt hvar sem er á hnettinum. En það er til fa*
mennur flokkur, svo sem svarar einum hundraðasta af mann-
kyninu, sem ekki hefur getað felt sig við þenna gamla sið
og fundið upp á nýjum. Það er hinn lauslátari hluti þjóðfé-
lagsins. Og hver er hann svo þessi nýi siður, sem fundinn
hefur verið upp? ]ú, hann er sá, að ungu stúlkurnar eru
hafðar til sýnis eins og á markaði, en síðan ganga karlmenn-
irnir urn og skoða og meta varninginn. Á meðan sitja ungu
stúlkurnar og bíða, og þær hugsa með sjálfum sér: »Æ>
taktu mig! Nei, mig, ekki hana, heldur mig, sjáðu bara hvað
ég hef fallegan háls og herðar og annað fleira gott . • ■*
Og við karlmennirnir göngum fram og aftur og lítum í kring-
um okkur hinir ánægðustu: »Við vitum hvaðan vindurinn blses!
Við látum ekki villa okkur!« Og svo höldum við áfram vapp'
inu og dáumst að, hvað alt sé vel í haginn búið fyrir okkur-
En ef við gleymum eitt augnablik að líta í kringum okkur,
þá stöndum við fastir í feninu áður en varir«.
»]á, en bíðið þér við, hvernig ætti þetta að vera öðruvísi?*
greip ég fram í. »Ekki ætlist þér þó til, að kvenfólkið f3r‘
að biðla til karlmannanna?*
»Því ekki það? Að minsta kosti er svo mikið víst, að eigi
konan að hafa jafnrétti við karlmanninn, þá verður það að
vera í einu og öllu. Sé lítilsvirðing að því fyrir konuna að
biðla til karlmanns, þá er hitt ekki betra, að konan sé hofð
fyrir agn eða boðin upp eins og hver annar lifandi varningur
á þrælamarkaði. Þér ættuð bara að reyna að segja mæðrun-
um og dætrum þeirra sannleikann eins og hann er: að þ®r
geri ekki annað en reyna að krækja í biðla. — Hvernig haldið
þér að þær tækju því? Þér getið reitt yður á, að þær yrðu
fjúkandi vondar! En auðvitað gera þær ekki annað, og Þa^
er líka ekki um annað að gera fyrir þær. Það hörmulegasta
er að sjá, hvernig ungar, óreyndar og saklausar stúlkur leggi3
sig niður við það sama.