Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 106
418
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIDIN
En meðan mannkynið lifir, þarfnast það hugsjónar, ekkt
sömu hugsjónar eins og kanínur og svín, að timgast eins ðrt
eins og unt er, ekki sömu hugsjónar og þekkist með apa'
köttum og vissri manntegund, að gera úr kynhvötinni sem
óhrjálegasta nautn, heldur hugsjón góðleikans, sem að eins
næst með hófsemi og með því að varðveita sjálfan sig hreinan
og flekklausan af heiminum. Það er þetta takmark, sem mann-
kynið hefur jafnan haft fyrir augum, þrátt fyrir allan sinn
ófullkomleik, og að því takmarki keppir það enn þann dag
í dag.
Takið nú vel eftir hver er afleiðingin af þessu. Hynhvötm
er öryggi gegn því, að mannkynið hætti að vera til, meðart
markinu er ekki náð. Það eru ástríðurnar, sem eiga sök á þVI’
að takmarkinu er ekki náð, og hættulegust af þeim öllum er
holdsfýsnin. Meðan kynhvötin er til, fæðast nýjar kynslóðiTr
og með því er jafnan sá möguleiki fyrir hendi, að takmarkmu
verði náð. Það næst auðvitað ekki í tíð næstu kynslóðar eða
þar næstu, en kynslóðir halda áfram að fæðast, unz Þa^
næst að lokum. Spádómarnir rætast og þjóðirnar sameinast
í eina heild.
Hvernig mundi annars líta út í heiminum, ef þetta va3rI
ekki svona?
Við skulum hugsa okkur, að guð hefði skapað mennina
annaðhvort sem dauðlegar verur án kynhvatar eða þá ódauð
lega. Hver hefði orðið afleiðingin? í fyrra atriðinu mund11
mennirnir hafa lifað að eins stutta stund og dáið svo út an
þess að hafa náð markinu. Og til þess að ná því, hefði 9U
orðið að skapa sífelt nýja menn í viðbót. í síðara atriðim1
hefðu mennirnir ef til vill náð markinu, en þó ber þess a5
gæta, að ein kynslóð á alt af erfiðara með að leiðrétta sjálf3
sig en sú næsta, sem á effir kemur. En við skulum þó Sera
ráð fyrir að ein slík eilíf allsherjarkynslóð hefði þó náð mark
inu að lokum, eftir mörg þúsund ár — og til hvers hefði hun
þá átt að vera til? Hvað hefði átt að gera við hana? Ne!’
að öllu athuguðu er fyrirkomulagið bezt eins og það er.
En ef til vill fellur yður þessi hugsanagangur ekki sem bezt-
Þér eruð ef til vill einn af fylgjendum frarnþróunarkennmS
arinnar? Gott og vel. Niðurstaðan verður þó alveg sú sama-