Eimreiðin - 01.10.1931, Qupperneq 122
434
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðiN
flestum konum. — En þar að auki hætti henni til að láta
ímynduiAraflið hlaupa með sig í gönur, — en slíkt hendir
aldrei meðal dýranna. Hænan gerir sér engar grillur um það.
hvort eitthvað kunni að koma fyrir ungana. Hún þekkir heldur
ekki þá sjúkdóma, sem þeim kunna að mæta, né heldur neitt
af þeim ráðum, sem mennirnir telja sér trú um, að hægt se
að nota til varnar veikindum og dauða. Hún hefur því engar
áhyggjur út af ungum sínum, og alt, sem hún gerir fyrir þa>
kemur eðlilega og af sjálfu sér. Verði einhver unganna veikur,
tekur hún hann undir vængi sína, hlúir að honum og matar
hann, og með því að gera þetta finnur hún ósjálfrátt, að hún
hefur gert alt, sem gera þarf. Ef nú unginn samt sem áður
deyr, þá er hænan ekki að spyrja sem svo, hversvegna hann
sé dauður eða hvað sé orðið af honum, heldur kvakar hún
dálitla stund á eftir, þagnar svo og heldur áfram lífinii einS
og áður.
En konurnar nú á tímum taka þessu öðruvísi, veslingarnirr
og konan mín var engin undantekning. Auðvitað var alt af
verið að tala um veikindi í börnum og hvernig ætti að laekna
þau, en ekki nóg með það, heldur fékk hún úr öllum áttuw
ráðleggingar um uppeldi barnanna og aðhlynningu, og voru
þessar ráðleggingar í sífeldri mótsögn hver við aðra. Stund-
um átti að haga sér við barnið á þessa leiðina, stundum a
hina. Svo var hvorug sú leið rétt, og var þá komið með Þa
þriðju. Stundum máttu börnin ekki borða þessa fæðuna,
heldur aðra, og næstum vikulega komu nýjar og nýjar reghir
um, hvernig ætti að klæða börnin, baða þau, kenna þeim zð
ganga og leggja þau til svefns — alveg eins og börn hefðu
aldrei fæðst í heiminn fyr en þarna! Væru svo krakkarnir
ekki baðaðir eða mataðir samkvæmt reglunum eða á réttum
tíma, og yrðu svo eitthvað lasin, var sjálfsagt, að hún kendi
sér um, að hún hefði vanrækt að gera það, sem átti að 9era'
Á meðan börnin eru heilbrigð er ástandið þolanlegt, en
verði þau veik, þá keyrir fyrst um þverbak. Veikindin á
lækna; það gera menn, sem eru kallaðir læknar, og ' Þa
verður að ná undir eins. En nú er ekki sama hver lækninn"
er. Það verður að ná í þann bezta. Takist að ná í Þann
bezta, er barnið hólpið, en náist ekki í hann, eða ef maður