Eimreiðin - 01.10.1931, Side 124
436
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðin
Stundum kom það fyrir, þegar einhver sennan hafði staðið
milli okkar, sem þá ýmist kom til af aíbrýðissemi minni eða
af því okkur hafði orðið sundurorða út af smámunum, að
rétt þegar veðrið var að lægja og við vorum að ná jafnvæg-
inu aftur, kemur fregn um það, að Vasja hafi kastað upp>
eða Mascha hafi orðið ilt í maganum eða Andruscha fengið
útbrot — og þar með er samstundis allur friður úti aftur.
Er þá þegar tekið að fjargviðrast um það, að það verði að
ná í lækni og hvað eigi að gera við barnið. Hægðameðöl.
hitamælingar, lyfjagutl og læknar, því aldrei mátti þá vanta,
var það eina, sem heyrðist nefnt, — og þetta endurtók sig
upp aftur og aftur. Um reglubundið og friðsælt heimilislíf var
alls ekki að ræða. Það þektist ekki. Alt af var hræðsla á ferð-
inni og áhyggjur út af ímynduðum hættum, sem reynt var að
forðast eins vel og unt var. Það er sama sagan og á flest-
um heimilum nú á dögum, en þó öllu átakanlegri. Því þó zð
konunni minni þætti mjög vænt um börnin, var hún svo auð-
trúa á, að alt af væri eitlhvað að þeim, að þetta eitraði fyrir
okkur lífið.
Við deildum líka oft út af börnunum. Svo hafði það verið
frá því fyrsta, og eftir því sem þau stækkuðu, urðu þær deilui"
okkar tíðari. Við notuðum börnin auk þess sem vopn hvorj
á annað. Þegar þau eltust, drógust þau inn í deilurnar með
okkur. Eg átti mest í brösum við Vasja, en hún við Lisu-
Veslings börnin tóku sér þetta ákaflega nærri, en við f°r'
eldrar þeirra vorum alt of niðursokkin í sífeldar deilur til ÞesS
að taka nokkurt tillit lil barnanna. Stúlkan var mín megm.
en drengurinn var mér til skapraunar, enda líktist hann móðuf
sinni og var uppáhald hennar. [Framh.l-