Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 71
eimreiðin
ÞJÓÐERNISST. í ÞÝZKUM BÓKM.
183
ar sig moldinni, fái þaðan stöðuga endurnýjun. Staðurinn,
sem sagan gerist á, er stórbýli í Oberbayern. A heimili þessu
vinnur garðyrkjukona. Heimilið leysist upp, af því að hús-
móðirin er borgarbarn. Þá taka atvinnuleysingjar úr bæ ein-
Uln jörðina á leigu, og þeir geta framleitt fyrir sig, þar eð
þeir eru nógu lítillátir. Alt fyllist nýju starfsömu lífi. Hjá
garðyrkjukonunni finnur einn þessara manna gæfu sína. Eftir
þaráttu sína í stríðinu byrjar hann hér nýtt líf, þrungið af
von. — Það er hið fagra og ákveðna í þessari frásögn, að
hún sýnir, hvernig félagslíf myndast á eðlilegan hátt og hinir
ólíkustu menn sameinast, til þess að geta byrjað að nýju
1 auðmýkt og öruggri trú. Einnig í skáldsögum eins og
*Sturm iiberm Land« eftir Rainalter eða »Scholle der Váter*
€ftir Speckmann er jörðin meira en leiksvið fyrir höfundana.
Hún er lokamark og fyrirheit allra, sem eru á leiðinni.
Þessi sjálfsafneitun ungra manna, sem ekki vilja taka þátt
1 gönuhlaupi stórborgalífsins, kemur einnig fram í hugsunar-
hætti verkastúdenta og sjálfbodaliða. í skáldskapinn hafa bor-
Ist nýir straumar frá báðum þessum aðilum. Stúdentinn úr
h°rginni, sem vinnur í kolanámunni eða hjálpar bóndanum
v’ð uppskeruna, lítur þetta líf öðrum augum en þeir, sem
uPpaldir eru við það, og hann samræmir í sér menningarlíf
€9 hversdagslíf alþýðunnar. Sama gildir um unga atvinnuleys-
lngjann, sem kemur í vinnustöðvarnar. Hann finnur í þessari
samvinnu nýtt verðmæti, sem getur vakið hjá honum skáld-
shaparhneigð. í sambandi við þessar hreyfingar er nýbýlahug-
^vndin, sem hvetur verkamanninn eða embættismanninn til
aö rækta sinn eigin blett. Þetta afturhvarf til hinnar óbrotnu
náttúru kemur einnig af stað einfaldari skáldskaparform-
Ulu en verið hafa.
Þegar okkur var fengið landið okkar,
höfðum við nóg að starfa.
Við urðum að byggja og ryðja landið
og gengum seint til hvílu.
Nú þurfum við að lifa okkur inn í umhverfið
og hugsa jafnt um það smáa úti og inni.
Og þegar næturkulið þýtur í eikunum,
hlustum við og horfum út um gluggann.