Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 76
188 HREINDVRAVEIÐAR EIMREIÐIN nafni Pétur Jónsson, 30 hreindýr til íslands. Mun þeim hafa verið slept í land í Múlasýslum, og fjölgaði þeim þar mjög fljótt á hinum víðáttumiklu heiðalöndum, sem liggja upp af bygðum sýslnanna. Samhliða flutningi hreindýranna hingað, vildu sumir menn að við færum að temja þau og gera þau að húsdýrum. Lagði Levetzow amtmaður það til við dönsku stjórnina, að hún léti flytja hingað Lappafjölskyldu og setti hana niður á fjallakot eitt í Gullbringusýslu. Stjórnin taldi tor- merki á því, og bar því við, að Lappar þyrftu víðáttu mikla til að flakka um með hjarðir sínar. Varð ekkert úr þeirri ráða- gerð. En með lagaboði 1787 voru hreindýrin friðuð í 10 ár. Það virðist svo að hreindýrunum hafi fjölgað mjög ört næstu áratugina eftir að þau voru flutt hingað. Leið ekki á löngu að umkvartanir færu að berast til stjórnarinnar um það, að þau gerðu skaða á beitilöndum bænda og spiltu fjalla- grasatekju, sem þá var mjög stunduð í Þingeyjar- og Múla- sýslum. Var jafnframt skorað á stjórnina, að hún leyfði að dýrin yrðu skotin. Stjórnin varð við þeirri beiðni, og árið 1790 leyfði hún Eyfirðingum, að þeir mættu veiða á Vaðla- heiði 20 dýr á ári í þrjú ár. En aðeins áttu það að vera karldýr. Fjórum árum seinna leyfði stjórnin hið sama Þing- eyingum og Múlsýslungum. En 1798 var veiðileyfi gefið fyrir alt landið, þó mátti ekki veiða nema karldýr. Alt fyrir það fjölgaði hreindýrum mjög mikið, og þegar kom fram yfir aldamótin 1800 urðu kvartanirnar enn háværari um skaða þann, sem þau gerðu á afréttum og beitarlöndum bænda. Aðallega komu umkvartanirnar frá sýslumönnum í Múla- og Þingeyjarsýslum, því þar munu hreindýrin hafa verið einna mest. Segir Guðmundur sýslumaður Pétursson í bréfi til stjórnarinnar 1810, að oft komi stórir hópar af hreindýrum niður í bygðina í Múlasýslum — jafnvel 5—600 í einu — og eyðileggi beitilönd bænda alt heim að bæjum. Nokkrum ár- um seinna kemur sama kvörtunin frá Þórði sýslumanni Björnssyni í Þingeyjarsýslu. Segir hann að harða veturinn 1815 hafi hreindýrin leitað af öræfunum og niður í bygð- irnar og eyðilagt bithaga búfjárins svo, að útigangspeningi hafi staðið hætta af. Þessar kvartanir og fleiri samskonar munu hafa orðið til þess, að með konungsúrskurði 1817 var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.