Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 110
222
UPPRISA
EIMREIÐIN
lýgjaður. Bóndi steig á bak, sló í lend og reið fattur úr
hlaði. Birna kom út með ullarnet, sem hún ætlaði að fá
Torfa í strút, en þá var hann farinn. Hún lagði hönd á öxl
sonar síns og mælti: »Er það satt, fanstu kassa, sem vín
getur verið í?«
»Eg fann kassa, móðir mín, í haust, sem þessi áletrun var
á, og hefur hann verið á rekanum í morhrúgu, hálfopinn.
Nú lét ég sand í hann og bar hann fram í flæðarmál og
ætlaði bylgjunum að jafna um hann núna með aðfallinu. Ef
karluglan grípur í tómt, segi ég, að útsogið og golukastið,
sem nú blæs ofan af landinu, hafi farið með alt saman«, »En
ef hann finnur hann tóman — hvað segirðu þá?« »Þá segi
ég, að þeir hérna nágrannar okkar hafi hirt inni-haldið. Þeim
er það jafn-heimilt sem okkur«. »En ef hann úthverfist og
verður óður af ilsku — hvað er þá hægt að gera?« »Við
skulum láta hverjum degi nægja sína þjáningu, mamma. Þá
koma tímar og þá koma ráð. Það er nú gott og blessað,
að hann er þó risinn upp. Honum óx máttur áðan, þegar
hann reiddist, þegar ég þreif um úlfliðinn á honum og sleit
krumluna af handleggnum á þér. Eg tók svo fast á honum,
að hann veit, að ég er kvensterkur. Látum hann reiðast
betur. Eg kann að geta reiðst líka. — Farðu nú inn að eld-
inum, mamma, og trúðu á hann, meðan ég fer í fjárhúsin til
morgunverkanna*.
Bjarni gekk til fjárhúsanna. En Birna sneri inn í bæinn
og tendraði eldinn. En hún hafði svo oft starað inn í eld og
glóð, að nú fann hún enga fróun þar. Hún gekk út á hlaðið
eftir stutta stund og litaðist um. Svalur gustur blés ofan af
landinu mjallahvítu og flutti með sér iðandi renning. Hún
leit út til hafsins og rendi augum eftir ströndinni. Brimstrókar
tókust á við ströndina, barst háreysti þeirra móti vindi, og
jörðin sjálf, frosin og harðsvíruð, leiddi hljóminn að sínu leyti
inn í óbygðir tómlátra landvætta. Konan fann til vanmáttar
gagnvart höfuðskepnunum og fann hjartsláttinn í brjósti sínu.
Hún sá féð renna í sporaslóð frá fjárhúsunum til beitar. En
mannlaust. Hvar var Bjarni? Henni datt í hug, að eitthvað
hefði orðið að honum. Hún vissi dæmi til, að hrútar höfðu
barið fjármenn til örkumla og hestar slíkt hið sama. Hún