Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 110

Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 110
222 UPPRISA EIMREIÐIN lýgjaður. Bóndi steig á bak, sló í lend og reið fattur úr hlaði. Birna kom út með ullarnet, sem hún ætlaði að fá Torfa í strút, en þá var hann farinn. Hún lagði hönd á öxl sonar síns og mælti: »Er það satt, fanstu kassa, sem vín getur verið í?« »Eg fann kassa, móðir mín, í haust, sem þessi áletrun var á, og hefur hann verið á rekanum í morhrúgu, hálfopinn. Nú lét ég sand í hann og bar hann fram í flæðarmál og ætlaði bylgjunum að jafna um hann núna með aðfallinu. Ef karluglan grípur í tómt, segi ég, að útsogið og golukastið, sem nú blæs ofan af landinu, hafi farið með alt saman«, »En ef hann finnur hann tóman — hvað segirðu þá?« »Þá segi ég, að þeir hérna nágrannar okkar hafi hirt inni-haldið. Þeim er það jafn-heimilt sem okkur«. »En ef hann úthverfist og verður óður af ilsku — hvað er þá hægt að gera?« »Við skulum láta hverjum degi nægja sína þjáningu, mamma. Þá koma tímar og þá koma ráð. Það er nú gott og blessað, að hann er þó risinn upp. Honum óx máttur áðan, þegar hann reiddist, þegar ég þreif um úlfliðinn á honum og sleit krumluna af handleggnum á þér. Eg tók svo fast á honum, að hann veit, að ég er kvensterkur. Látum hann reiðast betur. Eg kann að geta reiðst líka. — Farðu nú inn að eld- inum, mamma, og trúðu á hann, meðan ég fer í fjárhúsin til morgunverkanna*. Bjarni gekk til fjárhúsanna. En Birna sneri inn í bæinn og tendraði eldinn. En hún hafði svo oft starað inn í eld og glóð, að nú fann hún enga fróun þar. Hún gekk út á hlaðið eftir stutta stund og litaðist um. Svalur gustur blés ofan af landinu mjallahvítu og flutti með sér iðandi renning. Hún leit út til hafsins og rendi augum eftir ströndinni. Brimstrókar tókust á við ströndina, barst háreysti þeirra móti vindi, og jörðin sjálf, frosin og harðsvíruð, leiddi hljóminn að sínu leyti inn í óbygðir tómlátra landvætta. Konan fann til vanmáttar gagnvart höfuðskepnunum og fann hjartsláttinn í brjósti sínu. Hún sá féð renna í sporaslóð frá fjárhúsunum til beitar. En mannlaust. Hvar var Bjarni? Henni datt í hug, að eitthvað hefði orðið að honum. Hún vissi dæmi til, að hrútar höfðu barið fjármenn til örkumla og hestar slíkt hið sama. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.