Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 95
eimreiðin
FERÐ I' HALLORMSSTAÐASKÓG
207
Lagarfljótsbrúin. Fjarðarheiði í bahsýn. Myndin er tekin um vor.
■nn breiðir úr sér um brekkurnar norðan Eyvindarár (Mið-
húsaskógur) og sunnan árinnar niður á sléttlendið (Egilsstaða-
skógur). Þegar niður á Vellina kemur er land grösugt og
skógur mikill í Egilsstaðalandi. Egilsstaðaskógur er að vísu
miklu lágvaxnari en Hallormstaðaskógur, en þó eru þar inn-
anum ailhá tré. Heim að Egilsstöðum halda flestir, sem um
Hérað fara á leið í Hallormstaðaskóg, og eiga þar viðdvöl.
Egilsstaðir er miðstöð Héraðs og myndarbragur þar á öllu.
Þar er greiðasala, símastöð og póstafgreiðsla. Vegurinn liggur
rétt við túnið og örstutt heim að bænum.
Frá Egilstöðum liggur leiðin inn Velli um Ketilsstaði yfir
Qrímsá, sem nú er brúuð, en hafði áður orðið mörgum að
bana, um Vallanes og síðan meðfram Lagarfljóti til Skóga,
en svo kallast lönd sjö fremstu bæjanna í Vallahreppi, og er
Hallormsstaður fremstur þeirra að austanverðu Lagarfljóts á
takmörkum Norður- og Suðurmúlasýslu. Þegar nálgast Skóga
verður gróður fjölbreyttari. Einkum ber mikið á allskonar
blómjurtum, og er umfeðmingurinn fyrirferðarmestur í út-
löðrum skógarins. Er nú komið í eitthvert fegursta og gróður-
niesta hérað landsins — og sem horfið sé inn í völundarhús
m>kið eða austurlanda-musteri, með ótal súlum, leynistígum
°9 göngum, þar sem er skógurinn, en ilmurinn, sem stígur
UPP frá brjóstum jarðar, eins og reykelsi upp frá altari, hef-
nr einkennilega höfug, en hressandi áhrif. Yfir hvelfist him-