Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 105
EIMREIÐIN
UPPRISA
217
sér. Þá er Birna að baka kaffibrauð, allavega rósóttar smá-
kökur sykri bornar. Bóndi hvessir augun á sælgætið og segir:
>Hvaða stórhátíð er nú í aðsigi, kona góð?« Röddin var
stinnings-köld og þar með fylgdi, að Torfi ræskti sig, án þess
að hann hefði nokkurt efni í hráka. Birna brosti svo sem til
hálfs, rendi volgu vatni í vaskafat og rétti bónda sínum, leit
á brauðið og mælti: »Mig minnir að það sé almenn venja að
fá sér glaðningu fyrsta vetrardag, eða þar um bil. Og svo er
nú Bjarni okkar tvítugur bráðum«.
Torfi skelti hrömmunum í vatnið og hóstaði eða ræskti
sig. — »Já, nú skil ég! Þú ætlar að bjóða hyskinu hérna í
^ring í veizlu. Ekki dugar nú minna. Þarna er eyðslan lifandi
i<omin. Það er meira að tarna en að við þrjú torgum því. Þetta
kvenfólk er altaf sjálfu sér líkt. Fáðu mér þurku manneskja!
Eg þarf að þerra á mér krumlurnar*. Konan benti honum á
turku, sem var þar á snaga, leit út í glugga og mælti: »Er
ekki sama veðurblíðuútlit, sem verið hefur?« Torfi blés önd-
inni mæðilega. »Þú spyrð eins og fávís kona. Náttúran á
haustin — hana er ekkert að marka. Hún er lævís, hún er
eins og kona, sem fer kring um bónda sinn, eins og svikul
^ona og eyðslusöm«.
Birna dró bökunarofninn út úr eldavélinni og leit á brauðið,
sem þar var í bakstri, stóra jólaköku, sem bólgnað hafði og
sprungið af hitanum, og sá í rúsínur, þar sem kakan hafði
sprungið. Torfi mælti: »Þær þarna rúsínurnar, spruttu þær
1 sumar hérna upp í hlíðunum?*
Birna drap fingri á kökuna og sneri henni. Hún mælti, því
Oaest í hálfum hljóðum: »Þetta eina afkvæmi okkar, hann
Ejarni minn, verður ekki nema einu sinni tvítugur. Og ég
^etla mér að ráða því, hvernig þess er minst*. Torfi fleygði
tuskunni á sinn stað og gekk þegjandi út. —
Birna bauð fólkinu af hinum bæjunum í afmælisveizlu
Ejarna, sem jafnframt var veturnáttahóf. Torfi var fálátur, en
skarst þó ekki úr leik. Hann var í yfirbragði eins og himin-
inn, þegar blika er í lofti og allra veðra von. Birna gekk
um beina á tánum, eins og hún fyndi glóð undir iljum. Bjarni
var broshýr til móður sinnar, en orðfár. Boðsfólkið lék á als
°ddi. Þarna kom hnífur þess í feitt.