Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 116

Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 116
228 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO eimreiðin en ég varð brátt ekki annað en lágt settur þjónn á mínu eigin heimili. Sjálfur Battista var ekki eins óhamingjusamur og ég, hann varð ekki að auðmýkja sig eins mikið. Engin auðmýking mun nokkru sinni verða neitt samanborið við auðmýkingu mína. Jesús hefði grátið mín vegna, því að ég er sá af öllum mönnum, sem drukkið hef til botns, drukkið síðasta dropann úr bikari smánarinnar. Hlustið þér á? Batt- ista, veslingurinn Battista, hafði ástæðu til þess að kenna í brjósti um mig. Fyrstu árin, áður en Ciro var farinn að öðlast skilning, voru léttbær. En þegar ég sá, að skynsemi hans var að vakna, þegar ég sá að vitsmunir þessarar veiku og fíngerðu veru þroskuðust ákaflega fljótt, þegar ég heyrði varir hans bera fram fyrstu óvægnu spurninguna, ó! þá var mér ljóst, að ég var glataður maður. Hvað átti ég að gera? Hvernig gat ég dulið hið sanna fyrir honum? Hvaða ráð hafði ég í þessari eymd? Eg sá að ég var glataður maður. Móðir hans skeytti ekkert um hann. Hún gleymdi honum heila og hálfa dagana. Stundum lét hún hann skorta. Hún barði hann jafnvel stundum. Ég neyddist til að vera að heiman svo tímum skifti. Ég gat ekki sífelt varið hann með blíðu minni. Ég gat ekki gert lífið eins bjart fyrir hann og mig hafði dreymt um, eins og jeg hefði viljað. Veslings skinnið var næstum altaf úti í eldhúsi hjá vinnukonunni. Ég lét hann í skóla og fylgdi honum þangað á morgnana. Seinna um dag- inn, um fimmleytið, fór ég og sótti hann, og úr því skildi ég ekki við hann fyr en hann var sofnaður. Hann lærði mjög fljótt að skrifa og lesa. Hann skaraði fram úr öllum félögum sínum, og honum fór gríðarmikið fram. Hann hafði ákaflega gáfuleg augu. Ég fann stundum til einskonar kvíða með sjálf' um mér, þegar hann horfði á mig með stóru svörtu augun- um, sem eins og brugðu birtu yfir andlit honum. Þau voru djúp og þunglyndisleg, og ég þoldi ekki að mæta augnaráði hans lengi. Ó! stundum á kvöldin, þegar við sátum við borðiði og móðirin var þar, og þögnin hvíldi eins og bjarg á okkur! Öll hin þögula kvöl mín endurspeglaðist í þessum skæru augum. En dagarnir, sem voru í sannleika hræðilegir, voru eftir. Smán mín var mönnum of kunn, hneykslið var of al' varlegt, frú Episcopo var um of búin að tapa áliti. Hins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.