Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 84

Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 84
196 HREINDVRAVEIÐAR EIMREIÐIN Um 1880 bjó á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi bóndi sá er Jón hét og var Jónsson. Lagði hann mikla stund á hrein- dýraveiðar og mun hafa verið með þeim fyrstu þar í sveit, sem notaði byssu við veiðarnar. Var það gömul hermanna- byssa, og bjó hann sjálfur til kúlurnar í hana. Eitt sinn lagði Jón af stað í veiðiför á sunnudagskvöld, snemma í september, Reið hann fram á Reykjaheiði og skaut eina hreindýrskú úr hóp, sem í voru um 40 dýr; var það vestur af Eilífsvötnum. Veður var gott, og lá Jón úti um nóttina undir beru lofti. Daginn eftir hélt hann veiðiferðinni áfram og feldi þá tvö graðdýr, en bógbraut það þriðja. Þegar dýrið fékk sárið, lagði það á rás undan og út í Eilífsvötn. Jón óð fram í vatnið á hlið við dýrið og gat flæmt það upp í tanga, sem gengur út í vötnin. Þar lagðist dýrið undir stóran stein, og skaut Jón á það en hæfði eigi. Lagði þá dýrið í vötnin, synti norður yfir þau og Iagðist þá við stein rétt við vötnin. Jón var nú orðinn kúlulaus, og voru nú góð ráð dýr. Tók hann það ráð að hlaða byssuna með smásteinum í staðinn fyrir kúlu, lædd- ist síðan að dýrinu, lagði byssuhlaupið næstum við hrygg þess og hleypti af. Dýrið lagði enn á rás og í vötnin, en komst þá skamt áður en það datt dautt niður. Óð nú Jón fram að dýrinu og ætlaði að koma því að landi, en gat ekki hreyft það, því að hornin sátu föst í botninum. Jón mátti sundra dýrinu þarna fram í vatninu — sem náði honum í mitti — og bera skrokkhlutina í mörgum ferðum í land. Eftir það snéri Jón heim á leið og þóttist hafa gert feng- sæla ferð. í annað sinn lagði Jón af stað í veiðiför síðla vetrar, snemma dags. Hifti hann hreindýraslóðir — því snjór var a jörðu — og rakti hann slóðirnar víða um norðurhluta Reykja- heiðar, um daginn, en fann aldrei dýrin. Um nóttina lét hann fyrirberast í klettasprungu og reif hrís til þess að hafa undir sér, svo hann hvíldi ekki á frosinni jörðinni. Daginn eftir rakti hann slóðir dýranna heim að kofanum á Þeistareykjum og þaðan svo fram með Bæjarfjalli og fram að Gæsafjöllum' Þar hitti hann dýrahóp og skaut tvær kýr. Fló hann belg a^ öðru, lagði svo af stað heim á leið og hafði belginn með sér. Næstu nótt lá hann úti vestur af Mófelli, klæddi hann sig '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.