Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 52
164
ÚTFARIR
EIMREIÐIN
(Herodot). Hér var um mjög flókna list að ræða, sem nú
aftur á vorum dögum hefur verið dregin fram í dagsljósið,
meðal annars, er smurt var lík Lenins í Rússlandi.
Mjög gætir þess í þessum frásögnum, hversu manngreinar-
álit hefur verið mikið og meðferð líkanna ólík, eftir því hverrar
stéttar menn áttu í hlut.
Sú aðferð, sem var langalgengust og nægilega ódýr til þess
að almenningur gæti veitt sér hana, var notkun hins svonefnda
„surmaja“. Var það, að því er næst verður komist, natron-
lútur. Lútnum var dælt inn í kviðarholið, en síðan var líkið
látið liggja í pækli í 70 daga og loks þurkað. Mun dýrara
var „cedria“ (harpixblanda leyst upp í natronlút), og gátu
einungis hinir efnaðri veitt sér það. Ef um konungborna eða
aðra tiginborna menn var að ræða, bættist þar við að hið
þurkaða lík var baðað upp úr dýrindis ilmvötnum, því næst
bolur og limir vandlega vafðir inn í svonefnd byssusbindi.
Loks var líkið lagt í kistur úr sedrusviði. Kistur þessar voru
málaðar eða gipshúðaðar og forgyltar á hinn skrautlegasta
hátt. Þeim var síðan komið fyrir í luktum hvelfingum eða
jarðhúsum. Þessi afardýra og flókna meðferð á líkum hjá
Forn-Egyptum var, ef svo mætti segja, orðin að einskonar
vísindagrein og stórum atvinnuvegi í landinu. Líkmenning
Forn-Egypta átti sér þó sinn aldur, og smámsaman lukust
upp augu manna fyrir fánýti þessara dýru líksiða. Þeir hurfu
smátt og smátt, og greftrunin tók við.
Þessir fáu drættir nægja til að sýna, hvernig álit þjóðanna
á þessum málum gerbreytist smámsaman, hvernig líksiðir hjá
ýmsum, jafnvel mentuðum þjóðum, ganga oft í þveröfuga átt,
og hversu óviturlegt það sé að leggja fánýtar kreddur hinnar
líðandi stundar til grundvallar, þegar þessi mál eru rædd eða
reynt að koma þeim í hagkvæmt horf.
Hvarvetna í tímaritum og annarsstaðar, þar sem um útfara-
mál er ritað, eru menn á eitt sáttir um það, að fyrir skamrn-
sýni og afskiftaleysi heilbrigðisstjórnanna hafi þessum rnálum
verið komið í mesta óefni, en hinsvegar viðurkent, að í stór-
borgunum, þar sem ástandið er verst, sé framkvæmd líkmála
orðin svo flókin og sfórfeld að róttækar umbætur séu ófram-
kvæmanlegar.