Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 107
eimreiðin
UPPRISA
219
um mig, þó að hríðarrytja sé úli, ég rata hérna milli húsa og
bæjar, hvað sem á gengur«.
Birna tók vetlinga sonar síns, skóf af þeim snjóhraflið og
lagði þá á stóna. Hún mælti: »Þú hefur gengið frá húsun-
um vona ég, svo að þau fjúka ekki opin«. »Því efastu um
t>að mamma«? »Og ég spurði svona hinsvegar, af því að
faðir þinn var í dag að tauta eitthvað á þá leið, að nú mundu
húsin fjúka opin og féð tvístrast út í buskann*. »Hvað er að
roarka slíkt«, svaraði Bjarni. »Nei, það er markleysa«, mælti
Birna. »Og þó sjá geðveikir menn stundum ýmislegt, eins og
þeir sjái gegnum holt og hæðir*. »Ekki spyr ég nú að því«,
uiælti Bjarni. »]ú, ég hespaði húsin og rak lokur fyrir fram-
an hespurnar. Og svo er tjörukross ofan við hverja hurð eins
°9 þér er kunnugt, svo að sjálfur þremillinn kemst ekki inn
' húsin*. »Það er gott«, mælti Birna og kysti son sinn. Bjarni
klappaði á kinn móður sinnar og mælti: »Mér finst þú vera
svo viðkvæmnisleg núna. Hefur nokkuð komið fyrir í dag?«
Birna vafði handleggjunum um háls sonar síns og misti
jafnvægið. Hún mælti klökkum rómi: »Nei, ekkert verulegt;
bað get ég varla sagt. En þegar óveðrið lætur svona illa,
finst mér ég vera milli heims og heljar. Þessi einmanalega
veröld er svo hræðileg, öræfin fyrir innan, hafið fyrir utan,
stórviðrið uppi yfir og myrkrið alt um kring. Og svo dauð-
'nn á næstu grösum. En guð svo langt, langt í burtu«. »Er
bann fjarlægari nú en endrarnær?* spurði Bjarni. Birna
•nælti: »Það getur verið, að hann sé ekki fjær en vanalega.
En dauðinn hefur verið nærri í dag, hræðilega nærri«. »Við
bvað áttu, mamma?« »Ég skal segja þér«, mælti hún, »að
faðir þinn skelfdi mig í dag. Ég kom inn til hans að líta á
klukkuna. Þá kastaði hann sænginni af andlitinu og leit á
mi9 flóttalegum augum og mælti: »Þú — þú felur fyrir mér
rakstrarhnífinn og líka skærin. Alt er mér ofgott, líka það að
fara héðan til helvítis*. Svo vafði hann sænginni um höfuðið
°9 sneri sér upp að þili«. Bjarni mælti: »Hefurðu líka læst
"iður skærin?« »Já, það er satt. Ég veit dæmi til að maður
kl'Pti sundur í sér hásinarnar og æðarnar um leið. Og svo
blæddi honum til ólífis*. Bjarni mælti: »Já, hún gerir ekki að
Sarnni sínu þessi ræfilseymd. Það verður líklega að slá utan