Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 127

Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 127
eimreiðin RITS3Á 239 gert var ráð fyrir í fyrstu og áður var skýrt frá í Eimreiðinni (sjá: Forn- ritaútgáfan nýja, Eimr. 1929, bls. 73—75). En um þetta er ekki svo mjög ástæða til að fást, því Egils saga, eins og hún er nú út komin, bætir fyrir allar tafir og áætlanaskekkjur liðna tímans. Er skemst frá að segja, að útgáfa þessi af Egils sögu er hin prýðilegasta. Ef vér værum stór- þjóð og höfuðborgin miljónaborg, mundi dagur sá, er Egils saga kom á Warkaðinn, hafa borið blæ þess viðburðar. Bókin hefði þá verið aug- 'ýst með ljósletri yfir þökum skýjakljúfanna, dagblöðin hefðu þann dag kepst um að flytja sem ítarlegastar fregnir af bókinni, myndir hefðu birst af stofnendum, stjórn, starfsmönnum og stuðningsmönnum þessa Wrirtaekis, og ef til vill hefði á einhverju aðaltorgi borgarinnar verið af- Múpað líkneski af Agli, sem sýnt hefði einhvern höfuðviðburð sögunnar, svo sem þegar Egill setur upp níðstöngina á Herðlu, þeim Eiríki blóðöx °S Qunnhildi drottningu til miska, eða þegar hann kveður Höfuðlausn e&a Sonatorrek. Svo mikilvægur þáttur í öllu menningarlífi þjóðarinnar er sagnaritun forfeðranna, að þegar hafist er handa til að gera hana sem aðgengilegasta öllum landsmönnum, þá er það stórviðburður í þjóð- l'finu, á við landafundi eða ný hnattflug í lífi heimsveldanna. Fornbók- mentirnar er vor dýrasti arfur. Vér eigum ekki ráð á neinum þeim út- f’reiðslutækjum við þetta fornritaútgáfu-fyrirtæki, sem miljónalöndin og •borgirnar eiga, en það er í fylsta samræmi við eðli og rót allra í land- lnu að taka þessu fyrirtæki vel. Útgáfa Sigurðar Kristjánssonar á ís- iendingasögum, sem er í margra höndum, og mun ekki uppseld, er hand- hseg og mun enn verða keypt og lesin um alllangt skeið. En því er ekkr að leyna, að þessi útgáfa, sem hér er að byrja, er ítarlegri og vandaðri, ei dæma má framhaldið af því, sem komið er. Sigurður prófessor Nordal hefur búið Egils sögu undir prentun og r‘tar langan formála að útgáfunni. í formálanum er skýrt frá frumheim- ''dum sögunnar, rakin afstaðan og samhengið milli kvæða, vísna og óbund- lns máls, rannsakað tímatal sögunnar, hvar og hvenær hún sé rituð, hver se höfundur hennar og loks rætt um handrit sögunnar og útgáfu. Er í tormála þenna mikinn fróðleik að sækja fyrir leikmenn í norrænum fræðum, og lærða einnig, því víða kemur höfundurinn með nýjar rök- studdar skýringar á ýmsu í sambandi við söguna, sem fræðimenn hafa Utn deilt og ekki er fengin um full vissa. Svo er t. d. um tímatal sög- unnar og höfund hennar. Guðbrandur Vigfússon taldi, í ritgerð sinni Um Egils sögu (í Safni til sögu íslands I, bls. 185—502), orustuna á Vín- heiði, þar Sem Þórólfur bróðir Egils fell, hafa staðið árið 927. Síðan ^efur mikið verið um tímatal sögunnar ritað og þetta mjög dregið f efa. Eru hér færð rök að því, og þá einkum stuðst við rannsóknir Per ^ieselgrens í doktorsritgerð hans, Författarskapet till Eigla, 1927, að °rustan hafi staðið 10 árum síðar eða 937, en þetta hefur í för með sér breytingar á öðru tímatali sögunnar frá því sem áður var ætlað, og er Serð ítarleg grein fyrir öllu þessu í 4. kafla formálans. Um höfund Egils sógu hafa verið allskiftar skoðanir. Björn M. Ólsen taldi Snorra Sturlu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.