Eimreiðin - 01.04.1933, Side 84
196
HREINDVRAVEIÐAR
EIMREIÐIN
Um 1880 bjó á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi bóndi sá
er Jón hét og var Jónsson. Lagði hann mikla stund á hrein-
dýraveiðar og mun hafa verið með þeim fyrstu þar í sveit,
sem notaði byssu við veiðarnar. Var það gömul hermanna-
byssa, og bjó hann sjálfur til kúlurnar í hana. Eitt sinn lagði
Jón af stað í veiðiför á sunnudagskvöld, snemma í september,
Reið hann fram á Reykjaheiði og skaut eina hreindýrskú úr
hóp, sem í voru um 40 dýr; var það vestur af Eilífsvötnum.
Veður var gott, og lá Jón úti um nóttina undir beru lofti.
Daginn eftir hélt hann veiðiferðinni áfram og feldi þá tvö
graðdýr, en bógbraut það þriðja. Þegar dýrið fékk sárið, lagði
það á rás undan og út í Eilífsvötn. Jón óð fram í vatnið á
hlið við dýrið og gat flæmt það upp í tanga, sem gengur út
í vötnin. Þar lagðist dýrið undir stóran stein, og skaut Jón
á það en hæfði eigi. Lagði þá dýrið í vötnin, synti norður
yfir þau og Iagðist þá við stein rétt við vötnin. Jón var nú
orðinn kúlulaus, og voru nú góð ráð dýr. Tók hann það ráð
að hlaða byssuna með smásteinum í staðinn fyrir kúlu, lædd-
ist síðan að dýrinu, lagði byssuhlaupið næstum við hrygg
þess og hleypti af. Dýrið lagði enn á rás og í vötnin, en
komst þá skamt áður en það datt dautt niður. Óð nú Jón
fram að dýrinu og ætlaði að koma því að landi, en gat ekki
hreyft það, því að hornin sátu föst í botninum. Jón mátti
sundra dýrinu þarna fram í vatninu — sem náði honum í
mitti — og bera skrokkhlutina í mörgum ferðum í land.
Eftir það snéri Jón heim á leið og þóttist hafa gert feng-
sæla ferð.
í annað sinn lagði Jón af stað í veiðiför síðla vetrar,
snemma dags. Hifti hann hreindýraslóðir — því snjór var a
jörðu — og rakti hann slóðirnar víða um norðurhluta Reykja-
heiðar, um daginn, en fann aldrei dýrin. Um nóttina lét hann
fyrirberast í klettasprungu og reif hrís til þess að hafa undir
sér, svo hann hvíldi ekki á frosinni jörðinni. Daginn eftir
rakti hann slóðir dýranna heim að kofanum á Þeistareykjum
og þaðan svo fram með Bæjarfjalli og fram að Gæsafjöllum'
Þar hitti hann dýrahóp og skaut tvær kýr. Fló hann belg a^
öðru, lagði svo af stað heim á leið og hafði belginn með sér.
Næstu nótt lá hann úti vestur af Mófelli, klæddi hann sig '