Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 76
188
HREINDVRAVEIÐAR
EIMREIÐIN
nafni Pétur Jónsson, 30 hreindýr til íslands. Mun þeim hafa
verið slept í land í Múlasýslum, og fjölgaði þeim þar mjög
fljótt á hinum víðáttumiklu heiðalöndum, sem liggja upp af
bygðum sýslnanna. Samhliða flutningi hreindýranna hingað,
vildu sumir menn að við færum að temja þau og gera þau
að húsdýrum. Lagði Levetzow amtmaður það til við dönsku
stjórnina, að hún léti flytja hingað Lappafjölskyldu og setti
hana niður á fjallakot eitt í Gullbringusýslu. Stjórnin taldi tor-
merki á því, og bar því við, að Lappar þyrftu víðáttu mikla
til að flakka um með hjarðir sínar. Varð ekkert úr þeirri ráða-
gerð. En með lagaboði 1787 voru hreindýrin friðuð í 10 ár.
Það virðist svo að hreindýrunum hafi fjölgað mjög ört
næstu áratugina eftir að þau voru flutt hingað. Leið ekki á
löngu að umkvartanir færu að berast til stjórnarinnar um það,
að þau gerðu skaða á beitilöndum bænda og spiltu fjalla-
grasatekju, sem þá var mjög stunduð í Þingeyjar- og Múla-
sýslum. Var jafnframt skorað á stjórnina, að hún leyfði að
dýrin yrðu skotin. Stjórnin varð við þeirri beiðni, og árið
1790 leyfði hún Eyfirðingum, að þeir mættu veiða á Vaðla-
heiði 20 dýr á ári í þrjú ár. En aðeins áttu það að vera
karldýr. Fjórum árum seinna leyfði stjórnin hið sama Þing-
eyingum og Múlsýslungum. En 1798 var veiðileyfi gefið fyrir
alt landið, þó mátti ekki veiða nema karldýr. Alt fyrir það
fjölgaði hreindýrum mjög mikið, og þegar kom fram yfir
aldamótin 1800 urðu kvartanirnar enn háværari um skaða
þann, sem þau gerðu á afréttum og beitarlöndum bænda.
Aðallega komu umkvartanirnar frá sýslumönnum í Múla- og
Þingeyjarsýslum, því þar munu hreindýrin hafa verið einna
mest. Segir Guðmundur sýslumaður Pétursson í bréfi til
stjórnarinnar 1810, að oft komi stórir hópar af hreindýrum
niður í bygðina í Múlasýslum — jafnvel 5—600 í einu — og
eyðileggi beitilönd bænda alt heim að bæjum. Nokkrum ár-
um seinna kemur sama kvörtunin frá Þórði sýslumanni
Björnssyni í Þingeyjarsýslu. Segir hann að harða veturinn
1815 hafi hreindýrin leitað af öræfunum og niður í bygð-
irnar og eyðilagt bithaga búfjárins svo, að útigangspeningi
hafi staðið hætta af. Þessar kvartanir og fleiri samskonar
munu hafa orðið til þess, að með konungsúrskurði 1817 var