Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 18
242
' VIÐ Þ]ÓÐVEGINN
eimreiðin
mannsins: » — Jeg vilde beklage det i höjeste Grad, hvis
Forbindelsen mellem de to Lande bliver ophævet i 1943«.
Og prófessorinn vonar, að ekki komi til þess að sambandinu
verði slitið, segir að vísu að sér sé sama hvernig utanríkis-
málunum verði ráðstafað, en hyggur að vér Islendingar för-
um ekki að gera gangskör að því, að taka þau í vorar hend-
ur, því, segir prófessorinn, »det koster Penge at have sin
egen Udenrigsrepræsentation, og paa Island er det som andre
Steder: de sidder i Gæld til op over Orerne*. Eftir tíu ár
hér frá eigum vér íslendingar að taka ákvörðun í þessum
málum. Vera má að prófessor Finnur Jónsson og fleiri þurfi
ekki að kvíða því, að nokkrum stafkrók verði haggað í sam-
bandslögunum, ef ekki er nú þegar í stað gerð gangskör að
því, að vér getum mætt til nýrra samninga 1943 öðruvísi en
sem fjárhagslega ósjálfstæð þjóð, »sokkin í skuldir upp yfir
eyru«. Annars er það eftirtektarvert, að Danir virðast bíða
úrslitanna um »det store og spændende Spörgsmaal« 1943
með miklu meiri árvekni og athygli en Islendingar, sem varla
mega vera að því að minnast á það, nema þá til þess að
rífast um það innbyrðis.
Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, og
eins þá, að of lítil merki sjást þess enn, að hinum ráðandi
mönnum sé orðið ljóst hversu svo að segja öll velferð vor
veltur á því, að úr reksturskostnaði ríkisins dragi, svo að
hann verði í einhverju sæmilegu hlutfalli við getu þegnanna,
og að öll áherzla sé lögð á að rétta við fjárhaginn út á við.
Stefna þings og stjórnar er enn sú að þenja sem mest út
starfssvið hins opinbera, og þjóðin stynur undir öllum sínum
embættis- og sýslunarmönnum, sem að líkindum eru fleiri að
tiltölu við fólksfjölda en í flestum eða öllum öðrum ríkjum-
Samkvæmt nýjustu skýrslum (sjá »Ökonomi og Politik* 1933,
bls. 149) eru erlendar skuldir Evrópuríkjanna 22,7 miljarðar
rikismarka. Stríðsskuldir og hernaðarskaðabætur eru ekki inni'
faldar í þessari upphæð, enda lítur nú helst út fyrir
greiðslur af þeim skuldum séu að falla niður og þær að þurk-
ast út. í upphæðinni eru aftur á móti taldar erlendar skuldir
bæja og héraða innan hvers ríkis, en ekki erlendar skuldir
einstaklinga og félaga. Langsamlega stærst, eða meira en