Eimreiðin - 01.07.1933, Page 22
246
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
og verzlunar-
jöfnuður.
og sveita í sumar. Nú um mánaðamótin ágúst og september
voru lausaskuldir bankanna við útlönd um 10 miljónir króna
og hafa því aukist síðan umáramót um 3V2 milj.
Lausaskuldir kr(5na Qegnjr þessj lausaskulda-aukning bank-
anna nokkurri furðu, þar sem bæði innflutnings-
höft og gjaldeyrisskömtun ættu fremur að verða
þess valdandi, að þessar skuldir færu minkandi. Verzlunar-
jöfnuðurinn, sem innflutningshöftin áttu einnig að bæta, stend-
ur þannig 1. ágúst síðastl., að innfluttar hafa verið vörur á
tímabilinu jan.—júlí þ. á. fyrir.............. kr. 21.408.450,
en útflutt á sama tíma fyrir.................._ 19.741.350.
A þessum tíma hefur því innflutningur farið kr. 1.667.100
fram úr útflutningi, og er það engan veginn glæsileg útkoma.
Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, að jöfnuðurinn lagist eitt-
hvað síðar á árinu, með því að mikið er óútflutt af framleiðsl-
unni. En hér virðast innflutningshöft og gjaldeyrisskömtun
ekki heldur hafa komið að þeim notum, sem formælendur
þeirra gerðu sér vonir um, þótt hinsvegar sé að sumu leyti
of snemt að meta gagn eða skaða af þeim.
Það má telja til merkra heimsókna, að ríkiserfinginn danski,
Friðrik krónprins, kom í kynnisför hingað til lands í sumar
og ferðaðist um landið, lengst af í fylgd með forsætisráðherra.
Önnur merk heimsókn var sú, er Balbo flugmálaráðherra I-
tala, nú flugmarskálkur, kom hingað loftleiðis
alla leið frá Ítalíu um Amsterdam og Lond-
onderry með flugvélaflota sinn hinn mikla á
leið til Chicago. Var honum fagnað hér hið bezta og boðið til
Þingvalla af ríkisstjórn og sýnd ýmiskonar viðhöfn. Enskur
flugmaður, Grierson að nafni, flaug einnig hingað í sumar,
og var förinni heitið vestur um haf. En svo illa tókst til að
vél hans skemdist, er hann var að leggja af stað héðan til
Grænlands, svo hann varð að hætta við ferðalagið.
Síðast en ekki sízt ber að nefna heimsókn flugkappans Lind-
berghs og konu hans, sem flugu hingað frá Grænlandi þriðjudag-
inn 15. ágúst, á leið til meginlands Evrópu. Þar sem fluS
þeirra hjóna má vafalaust telja mikilvægt fyrir framtíð flugleið-
arinnar um fsland og því þýðingarmeira fyrir íslendinga en t. d.
flug Balbos, og þar sem minna hefur verið um flug þetta ritað en
Merkar heim-
sóknir.