Eimreiðin - 01.07.1933, Page 31
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
255-
er sá, að þarna verði heimili, skóli, hjúkrunarstöð og hress-
ingarhæli fyrir börn, sem þörf hafa fyrir þetta, og fái börnin
a„ðgang að stofnuninni án tillits til trúarbragða eða þjóðernis.
Á þennan hátt hafa Lindberghshjónin reist hinum horfna syni
sínum óbrotgjarnan bautastein og mýkt sorgina yfir missin-
nni, með því að snúa henni upp í þjónustu.
Haustið 1927 barst mér í hendur frá vini mínum, sem
heima á í Bandaríkjunum, bók Lindberghs um flugferð hans
tá um sumarið, en bókina nefnir hann: Við, þ. e. vélin mín
°9 ég. Sendandi bókarinnar er íslendingur, sem ann þjóð
s>nni og ættjörð, þótt hann hafi ekki haft tækifæri til að sjá
hana síðan hann fór héðan barn að aldri. Á forsíðu bókar-
•nnar hafði hann ritað þessi orð: »Megi hugprýði, eldmóður
°9 varúðarfull skarpskygni höfundar þessarar bókar verða æ-
yarandi fyrirmynd löndum mínum á íslandi*. Þessi ósk er
^ér með flutt þeim, er í hlut eiga. Koma Lindberghs hingað í
sumar hefur að nýju vakið hér aðdáunina á honum og braut-
rYðjandastarfi hans. Æfintýrin hafa Iöngum verið orkugjafar
^skulýðnum í landinu. Æfintýrið um Lindbergh er ekki hvað
s>zi líklegt til að verða það.