Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 32
EIMREIÐIN
Lofsöngur.
<Undir lagi eftir Beethoven: Die Himmel riihmen des Ewigen Ehre).
Frá stjörnu í stjörnu um himnana hljómar
af hugarbára þungum nið,
sem samanstiltir strengir ómar
hwert stjörnukerfið hinum við;
hver lífsögn þroskast — og lifnar aftur
úr laug og hvíld í dauðans værð, —
jafn-óskiljandi þinn undrakraftur
og alheims, rúms og tímans stærð.
Þeim sem þín leita, er lífsstríðin dynja,
þú ljóssins vizku’ og sigur býrð,
og veikum sálum, sem vonlausar hrynja,
á vegum ótal til þín snýrð,
unz myndast aflsveit alls lífsins kynja
í ótal lífsreynslu bálum skýrð —:
alt þínir englar; — þeir æðstu skynja
þó aðeins brot af þinni dýrð.
Vér jarðarverur! Hve stutt er stundin,
en stórverk ætlað hverri af þeim,
í hverri mannssál er kraftur bundinn
að kveikja og slökkva nýjan heim.
Vér lifum, þroskumst, leitum, finnum,
og lærum bæði af dygð og synd,
og ótal margvísleg verk þín vinnum
í veröld hverri í nýrri mynd.
Frá þér vér komum, til þín vér förum,
ó, þú vor Drottinn, faðir alls,
í ótal tilverum, ótal kjörum,
með ábyrgð sérhvers starfs og vals;
um maursins þúfur, um mannanna borgir
þitt magn í smáu og stóru skín,
þótt alt vort líf reynist svik og sorgir,
er sálin örugg, — hún er þíh.
Sigfús Blöndal.