Eimreiðin - 01.07.1933, Page 33
EIMREIÐIN
Aðalverðlaunasaga „Eimreiðarinnar“ 1933.
Austfjarðaþokan.
i.
Þórður í Króki hrökk upp. —
Hvað hafði hann heyrt?
Hann reis upp við ölnboga í
rúminu og horfði syfjuðum augum
um baðstofugluggann.
Nei, hann sá ekkert. Svo lagðist
^ann niður og hlustaði. Jú, hann
heyrði eitthvað. Hugurinn varð allur
að athygli. Hann heyrði greinilega
kropp á þekjunni. — Stórgripur?
Hestar ennbá komnir í túnið?
Hann reis hljóðlega upp úr rúminu. Konan og börnin sváfu.
Hann flýtti sér í nauðsynlegustu föt, rendi berum fótunum
fliður í stígvélin sín og læddist út. — Bara að klárarnir brjóti
«ú ekki inn bæinn! í bæjardyrunum greip hann hrossafæluna.
°Pnaði hurðina og læddist út. Nú skyldi hann svei mér koma
að þeim óvörum! Tveir hestar stóðu í bezta blettinum að
húsabaki. — Vissi ég ekki — —.
Sá þriðji, Þytur prófastsins, var hálfur uppi í bæjarsundinu.
Hann varð fyrst mannsins var og hrökk til baka, eins og
tjófur, sem staðinn er að verki. Hinir hestarnir tóku nú Iíka
viðbragð. Þórður vissi, að þeir mundu staðnæmast í Ærhús-
láginni. Hann læddist fyrir húshornið. Jú, það stóð heima!
~~ Nú hristi hann fæluna eins og hann gat.
En það viðbragð sem klárarnir tóku! Þvílíkir eldibrandar!
Það þurfti varla að kvíða komu þeirra þessa nótt.
Þórður fór sér nú rólega. Hann fann, að loftið var mollu-
hlÝtt. Túnið hans var vel sprottið. Döggin glitraði á grasinu.
Sólin var rétt ókomin upp. Sjórinn spegilsléttur. Hálfsofandi
Jognbára laugaði klettaströnd varphólmans, sem blasti við
stundarlangt úti í firðinum.
Einar Frímann.
17