Eimreiðin - 01.07.1933, Page 34
258
AUSTFJARÐAÞOKAN
eimreiðin
— Varphólminn prófaslsins. — Varphólminn, sem faðir
hans hafði átt, en selt tungumjúka, áleitna, unga prestinum,
þegar hann sá engin önnur ráð til þess að forðast sveitina.
Þá var varpið lítið, hólminn rýr eign og seld fyrir lítið —
en nú? Nú mátti heita að hann væri ein æðarkolluflatsæng-
Þá var Þórður svolítill patti, þegar þetta gerðist. Alt of lítill
og alt of heimskur, því miður! — Tveim árum seinna dó
faðir hans. — Beiskjusvip brá nú yfir andlitið. — Þau fóru
samt á sveitina . . . Síðan voru mörg ár.
Hann hafði vaxið upp, barist fyrir búinu og yngri systkin-
unum, losað kotið úr klóm sveitarinnar, kynst Guðlaugu, —
og lífið hafði brosað við honum eins og vorhlýtt skúraskin
eftir illviðrisnótt. — Svo komu börnin ár frá ári. Baráttan
hófst á ný. Skapið harðnaði eftir því sem erfiðleikarnir uxu
Hann vissi, að lífið var ekki leikur. — Hann hafði beitt
»kjafti og klóm«. Nei, vinsæll var hann ekki. Að duga eða
drepast. Það var kjörorð lífsins.
Hann rankaði við sér, þegar hann var kominn niður á
Háu-bakka og sá niður í fjöruna. — Þarna lá báturinn hans!
En að hann færi nú á flot og skygndist eftir fugli eða sel?
Byssan og skotfærin voru í naustakofanum rétt þar hjá.
Reyndar var bannað að skjóta hér innfjarðar kringum varpið.
En — það var svo margt bannað — bannað og brotið nú
á dögum. — Eftir litla stund var Þórður kominn á flot og
undir árar, og báturinn rann út fyrir oddann. Inn fjörðinn
lagðist þykt, hægfara þokuband.
II.
Þegar Guðlaug vaknaði um morguninn, sá hún, að bóndi
var horfinn. Nú, það var ekki svo sérlega merkilegt. Það
kom oft fyrir að hann fór á fætur löngu á undan þeim hin-
um, sérstaklega um þennan tíma árs. En þegar leið fram
yfir dagmálin og hann kom ekki, fór hún að ókyrrast og
sendi elztu börnin upp á Hádegisholtið til að skygnast.
— Wei. Þau sáu ekkert.
— Niður á Háu-bakka þá . . .
Hún beið stundarkorn, en hljóp svo af stað á eftir þeim*
Hún var svo hrædd um, að þau færu of nærri sjónum.