Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 36
260
AUSTFJARÐAÞOKAN
EIMREIÐlN
legan — sögðu sumir nágrannar þeirra. — Henni hafði þótt
fjarska vænt um Þórð — fyrsta árið — svo smákólnaði sam-
búðin, varð reyndar aldrei vond, en bara svona blátt áfraffli
sameiginleg barátta fyrir börnunum og lífinu yfirleitt.
Henni hafði jafnan flogið það í hug, að hún hefði gift sig
í fljótræði. — Kannske ekki átt þann rétta. Hún mintist
Sigurðar búfræðings, þegar hann kom að norðan og hitti
hana í fyrsta sinn, eftir að hún var gift.
— Þér hefur legið töluvert á, sagði hann og reyndi að
sýnast glottandi. . . . Sigurður hafði ekki gifzt og var nú
kallaður piparsveinn og sérvitringur.
Hún fann, að henni var orðið hrollkalt, stóð upp og gekk
fram og aftur um hlaðið og reyndi að rýna í þokuna, hlusta
— hlusta af öllum mætti lífs og sálar. En ekkert heyrðish
nema eitt og eitt ömurlegt bí-bí í einstöku lóum úti í þok-
unni. Loks fór hún inn. Hún læddist hljóðlega upp stigann
og að rúminu sínu. Vigdís, elzta stúlkan, reis upp í rúmi
föður síns: — Nei, ert það þú, mamma! Eg hélt það væf1
pabbi. Hvar heldur þú að hann sé? — Er hann kannske
dáinn? Það vottaði fyrir skeifu um munninn. Augun voru
full af tárum.
— Eg veit það ekki, góða mín. Við skulum reyna að vona,
að hann sé lifandi. Nei, ég veit ekkert — ekkert —, við
skulum reyna að sofna, barnið mitt.
Guðlaug lagðist út af í rúmið hjá henni. Þær grétu báðar
og vöfðu hvor aðra örmum. Loks sofnuðu þær.
III.
Guðlaug vaknaði seint daginn eftir. Hún flýtti sér á fætur.
Nokkrar ær voru komnar í túnið. Hún sigaði tíkinni á þær,
en um leið kom geltandi flekkóttur hundur ofan yfir HádegiS'
holtið. Guðlaug þekti hann undir eins. Það var Glói hans
Bergs á Dröngum. Rétt á eftir kom maðurinn í ljós, hávaX'
inn, lotinn, langstígur, með hrífuskaftsbrot fyrir staf. Mórauð
ullarflyksa stóð upp úr treyjuvasa hans. Guðlaug beið hans a
hlaðinu. Þau heilsuðust.
— Er Þórður heima?
— Nei.