Eimreiðin - 01.07.1933, Side 38
262
AUSTFJARÐAÞOKAN
EIMREIÐIN
getur einmitt komið við hjá mér og tekið bátinn um leið. Það
er miklu þægilegra fyrir hann, — og okkur báða. Og nú
ætla ég að snarast af stað.
Hún fylgdi honum út. — Bergur þrammaði áleiðis til Kirkju-
bóls. Hann var ennþá lotnari og ennþá stórstígari en áður.
IV.
Fregnin um hvarf Þórðar barst fljótlega um alla sveitina,
og þótt fáum væri hlýtt til hans — hann hafði reynst þeim
séður og brellinn í viðskiftum og ýmist tungumjúkur eða ill'
skiftinn í orðum — þá vorkendu allir ekkjunni og börnun-
um. Prófastur sendi menn sína samdægurs, til þess að leita
með öllum fjörum, og fleiri slógust í leitina. En ekkert fanst,
og altaf var þokan jafndimm. Bjarni bróðir Guðlaugar hafði
komið strax sama daginn og Bergur og sá um búið. Þegar
féð væri komið á fjall, ætlaði hann að alflytja til systur sinnar.
Nú gat hann aðeins verið þar við og við. Það var á laugar-
dagskvöld, að leitinni var hætt. Hún hafði staðið hálfan þriðja
dag. Prófastur reið inn að Króki um kvöldið. Hann taldi
frekari leit vonlausa, Þórður væri án efa annaðhvort drukkn-
aður, eða þá að slys hefði orðið af völdum byssunnar.
Hann sagðist álíta réttast að minnast Þórðar eitthvað 1
kirkjunni á morgun. Hann hefði hálfvegis gert ráð fyrir þv>
við Bjarna og leitarmennina. Hvort hún gæti ekki komið þvi
við að koma með börnin. Hún jankaði því, svona eins og
ósjálfrátt og áhugalaust — fanst eftir á, að það mundi aðeins
verða henni og börnunum til kvalar.
— Bara að það verði þá þurveður. Mér lízt svo á, að þsð
ætli að fara að rigna. Þá er ekki að tala um að fara með
yngri börnin. Hann er svo rigningarlegur, sagði hún, kannske
birtir þá upp þessari eilífu þoku.
— Öll él birtir upp um síðir, sagði klerkur hátíðlega —]
við skulum vona hið bezta. Það legst í mig, að það verði
gott veður á morgun.
Þau kvöddust á hlaðinu, og hann steig á bak.
Guðlaug fór inn. Vigdís mætti móður sinni í göngunum.
— Kom presturinn með nokkrar fréttir?
— Nei, góða mín.