Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 41
eimreiðin
AUSTFJARÐAÞOKAN
265
Nei, það var ekki til. Hann staðnæmdist ósjálfrátt aftur hjá
e92Íafötunni, og svo varð honum litið á skotfærakassann.
^ara að hann hefði nú tekið upp með sér byssuna! Hann
burfti nú reyndar ekki að svelta — nóg voru eggin. Hann
dró lokið af kassanum. Þar var sjóhattur, vetlingar og fáein
skothylki. Svo fór hann að horfa eftir bátnum. Rétt með
uaumindum gat hann grilt í hann úti í þokunni. Nei, um
hann var engin von. Og þar fór byssan hans, bezta byssan í
sveitinni! Skeð gat að bátinn ræki heilan með öllu, upp að
vesturlandinu. Hann stefndi þangað. En þá voru fuglarnir. —
Þeim sveitungum hans mundi ekki þykja ónýtt að fá það
f®ri á honum til ákæru, og þá var byssan samt töpuð eftir
iögunum. Nei, nú sat hann í klípu, sem hann gat ekki
losnað úr með góðu. — Nú í fyrsta sinni á æfinni! Hann
hafði þó, sannast að segja, brallað margt og altaf sloppið.
Það var dálítill klettur hafsmegin á hólmanum. í klettinum
v3r alldjúp sprunga, er víkkaði niður við sjóinn, svo þar var
allbreið gjót. Fram eftir vorinu var oft dálítið uppsprettuvatn
bar. Þórður gekk þangað. ]ú. Það seitlaði dálítið niður sprung-
Una, alt þar til hún víkkaði, þá hvarf það í jörðu. Með Iagi
mætti kannske fá þar að drekka — og hafa skothylki fyrir bikar.
Nú þegar hann lá þarna á hnjánum neðst niðri í gjótinni,
flaug einn möguleiki eins og leiftur gegnum hug hans. Ef ein-
hverjir kæmu á bát út í hólmann og lentu á venjulegum stað,
v3r ef til vill hægt að laumast í bátinn og komast burt að
beim óvörum. Þetta var hugsanlegt, en ekki sérlega líklegt,
að það tækist. En það var sjálfsagt að vera á verði, ef
einhverja bæri að. Nóg voru fylgsni fyrir einn mann: Iautir,
bávaxið kjarr og allstórir staksteinar. Verst af öllu var biðin
óvissan — alt annað var betra en óvissan og aðgerðaleysið.
Þórður lá í gjótinni og hugsaði. Við og við tók hann við-
bfagð og gerði sig líklegan til að standa upp, en hætti við
það. Hann rendi huganum eldsnart til baka yfir liðna æfi
s>na. Hann mundi ekki svo langt, að hann hefði nokkurn
fíma verið iðjulaus heilan dag, allra sízt eftir það, að hann
fór að eiga með sig sjálfur. Og dagarnir höfðu sjaldan hrokkið
til, næturnar varð líka að nota, því margir eru snúningar ein-
Yrkjans. Stritið hafði samt borið árangur. Altaf hafði hagur