Eimreiðin - 01.07.1933, Side 47
eimreiðin
austfjarðaþokan
271
hann framhaldið að hinu sorglega hvarfi Þórðar, sem allir
töldu nú fullvíst um, að hefði farist á einhvern slysalegan hátt.
Hann gat allítarlega æfiatriða hans, rómaði gáfur hans og
dugnað, dásamaði umhyggju hans sem eiginmanns og föður,
9at þess, hve sveitarmönnum þætti mikið skarð höggvið í hóp
bændanna og hve mikið þeir söknuðu hans úr hinu fámenna
sveitarfélagi.
Guðlaugu Ieið ekkert vel undir þessum Iestri. Hún vissi,
að Þórður hafði ekki verið vinsæll í sveitinni, að hann hafði
°ftast staðið í erjum og deilum við hina meiri máttar menn
hreppsins í réttum og á sveitarfundum. Hún sá útundan sér,.
aÖ hinir yngri menn stungu saman nefjum undir ræðunni.
Eldri börnin grétu í hljóði.
Nokkrar rosknar konur voru að smálíta til þeirra með-
aumkunaraugum. Karlarnir tóku í nefið. Sumir fengu sér tölu-
Hokkrar stúlkur, sem höfðu reglulega fallega vasaklúta, þurk-
«ðu sér um augun. — Loks kom útgöngusálmurinn. Það létti
skyndilega yfir hópnum. Fólkið var að smálíta út um glugg-
ana undir síðustu versunum. Þokunni var að létta. Það sást
meira að segja móta fyrir sólinni. Kirkjuklukkurnar hófu sitt
tunglamalega — ding — dang. Lík — hring — ing — lík
~~ hring —- ing — ómaði í hugskoti Guðlaugar, þegar hún
miakaði sér út með börnin.
Fólkið hafði staðnæmst í kirkjugarðinum, sem var umhverfis
Hrkjuna — og var nú að heilsast og tala saman. Tvær kon-
Ur> sem höfðu verið æskuvinur Guðlaugar, gengu í veg fyrir
hana og heilsuðu henni og börnunum. Vmsar grannkonur
9Utu tvíræðum hornaugum til sjalsins. Sigurður búfræðingur
kom og heilsaði dálítið hikandi, tók aflangan pakka með gylt-
Uln pappírsumbúðum upp úr vasa sínum, rétti Guðlaugu og
Sagði hálflágt: — Skiftu þessu á milli barnanna. Hún þakkaði
Hgt, mest með augunum, og stakk pakkanum undir sjalið.
I þessu kom maður fyrir hlöðuhornið hjá kirkjugarðs-
Ve9gnum. Börnin tóku til fótanna og kölluðu:
77 Pabbi! Pabbi!
Ollu samtali sló í dúnalogn. Flestir stigu ósjálfrátt eitt eða
lvö fet í áttina til komumanns. Guðlaug ein hreyfði sig hvergi.
Hún bara stóð og glápti og gleymdi að hugsa.