Eimreiðin - 01.07.1933, Page 49
EIHREIÐIN
Hagnýt ættfræöi.
Eftir Eið S. Kvaran.
I.
Vér íslendingar höfum lagt stund á ættfræði frá þ?í að
^Yrst fara sögur af oss og fram á þenna dag. Til þess liggja
Sóðar og gildar ástæður. Ættfræðin er ein af máttarstoðum
sögu vorrar, og »sú þekking á landssögunni í heild sinni, er
styðst eigi við ættvísina, verður aldrei annað en hálfgerð botn-
Wsa, sem lítið gagn er að« (]ón Þorkelsson í ísl. ártíða-
skrám). Þetta hefur hinum fornu íslenzku sagnariturum verið
Ijóst, enda voru ættartölur eitt af því fyrsta er þeir færðu í
letur. Oft og tíðum er ættfræðin eina leiðarljósið, er sagn-
fræðingar geta farið eftir við rannsóknir sínar; verður þá að
breifa sig fram í tímatali eftir ætliðum einum. Þegar dregur
fram á 14. öld hnignar íslenzkri ættfræði allverulega, eins og
snnari sagnaritun. En það ber ljósast vitni um þýðing ætt-
fræðinnar fyrir íslenzka sagnfræði, að aldrei hefur hvílt svart-
ara myrkur yfir sögu vorri, heldur en einmitt á þeim tíma,
er ættfræðiritun lá að miklu leyti í dái hér á landi.
En enda þótt ættfræðin hafi jafnstórkostlega þýðingu fyrir
'slenzka sagnfræði og hér hefur verið á minst, þá fer því
fjarri, að hlutverk hennar sé að eins sagnfræðilegs eðlis.
Langtum þýðingarmeiri er sú hlið ættfræðinnar, er að mann-
hæðinni veit. Mannfræðin er enn tiltölulega ung vísindagrein,
etr henni hefur fleygt stórkostlega fram á síðustu áratugum.
Höfuðviðfangsefni hennar er rannsókn á líkamlegum og and-
legum einkennum mannsins og arfgengi þeirra. Á það hafa
verið færðar fullar sönnur, að hæfileikar vorir og eðlishvatir,
hvort heldur eru til ills eða góðs, eru meðfædd, eru arfur frá
forfeðrum vorum og formæðrum, sem borist hefur til vor
framan úr niðdimmri forneskju, mann fram af manni. Vér er-
öll bygð upp af frymi forfeðra vorra og formæðra. For-
feður vorir og formæður lifa í oss öllum. Eins og vér hlæj-