Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 50
274
HAGNÝT ÆTTFRÆÐI
EIMREIÐH'f
um, borðum, göngum o. s. frv., þannig hlóu, borðuðu og gengu
þau einhverntíma í fyrndinni. Upplagið, ætternið, sem ein-
staklingurinn fær að vöggugjöf, er grundvöllurinn, sem alt líf
hans, hvort sem það verður ilt eða gott, gæfusamt eða ógæfu-
samt, er bygt á. Uppeldið, hversu gott sem það er, megnar
aldrei að breyta upplaginu. Þetta hefur mönnunum verið ljóst
löngu áður en færðar voru vísindalegar sannanir á þessa
staðreynd. »Getur nokkur lesið vínber af þyrnum eða fíkjur
af þistlum?* segir í biblíunni. Sama hugsun kemur fram '
talshættinum íslenzka: »Seint kemur dúfan úr hrafnsegginu*.
Vissan um að hæfileikar vorir og eðlishvatir, jafnt illar sem
góðar, erfast á lögbundinn hátt til niðjanna, Ieggur einstak-
lingnum og þjóðinni allri miklar skyldur á herðar. Það er á
þeirra valdi að bæta kyn sitt eða spilla því, níða það eða
prýða. Heill og hamingja hverrar þjóðar er fyrst og fremst
undir því komin, að kynbeztu mennirnir auki sem mest kyu
sitt og að kynverstu mennirnir, sorinn í mannfélaginu auki
sem minst kyn sitt, eða helzt alls ekki. Að þessu vinnur mann-
fræðin, og er af því auðsætt, hve mikilsvert hlutverk hún hef-
ur að leysa af hendi í þágu þjóðfélagsins.
Hér getur ættfræðin rétt mannfræðinni hjálparhönd. Til
ættfræðinnar er mestan fróðleik að sækja um upplag manna
og eiginleika. Ættfræðingar láta í té efnið, sem mannfræð-
ingar vinna úr og byggja á niðurstöður sínar um lögmál arf-
genginnar. Þetta eru ættfræðingar erlendis þegar farnir að
skilja. Hefur hafist öflug samvinna með þeim og mannfræð-
ingum. í ýmsum menningarlöndum, t. d. í Svíþjóð og Þýzka-
landi, hefur verið komið á fót ættgengisstofnunum, er vinna
úr því efni, er ættfræðin fær þeim í hendur. Ættfræðin er að
verða grundvöllur ættgengisfræðinnar.
II.
Það mun ekki ofmælt, að vér Islendingar vitum meira uæ
ættir vorar heldur en nokkur þjóð önnur. Mun það að nokkru
leyti að þakka fámenninu, sem vér lifum í, og að vér vegna
þess stöndum bftur að vígi með að þekkja hver annan. Hitt
mun ekki síður vera orsök þess, að vér höfum oftast kunnað
að meta gi/di ættarinnar. Ættarhyggjan hefur óefað verið