Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 52
276
HAQNÝT ÆTTFRÆÐI
eimreiðin
ættgengisstofnanir þær, er komið hefur verið á stofn erlendis
og getið var hér að framan. >Verkefni hennar yrði tvent:
Annars vegar að koma í eina heild öllu því, sem vitað er
um ættir íslendinga til þessa dags. Ættartölurnar yrðu í spjald-
skrárformi, þar sem hver maður, er eitthvað er vitað um,
ætti spjald og á það skráð þau atriði, er bregða einhverju
ljósi yfir eðli hans andlegt og líkamlegt. Hins vegar fengi
hver maður, er hér eftir fæðist á þessu Iandi, sitt spjald •
þessari ættaskrá þjóðarinnar. Á það væru færðar eftir setturn
reglum athuganir, er skylt væri að gera á tilteknum tímum,
um andlega og líkamlega eiginleika mannsins og þau æfiat-
riði, er verða mega til skilnings á eðli hans og kynkostum,
sömuleiðis myndir af honum, þegar því yrði við komið. I þess-
ari stofnun ætti og að geyma ættarskjöl og æfisögur ein-
stakra manna, rithönd þeirra og raddrit, þegar það væri til.
Hún ætti í stuttu máli að verða sá staður, er geymdi hvað
eina það, er orðið gæti grundvöllur ætta og ættgengisrann-
sókna. Þar störfuðu vísindamenn, er rannsaka vildu ættgengi
sérstakra eiginleika, andlegra og líkamlegra, og þangað kæmu
þeir menn, er hefðu áhuga á að kynna sér eðli einhverra
sérstakra ætta. Þar mætti sjá hvort kynstofninn breyttist, til
hins betra eða hins verra. Þar væri á hverjum tíma skuggsjá,
er sýndi hvað fjöreggi þjóðarinnar líður*.
Hugmynd dr. G. F. liggur hverjum þeim í augum uppi, er
ber réttan skilning á gildi ættfræðinnar fyrir þjóðina, og hún
hlýtur að komast í framkvæmd fyr eða síðar. Vér stöndum
betur að vígi við ættfræðirannsóknir en nokkur önnur þjóð i
heimi, og ef vér getum ekki unnið vísindaleg afrek á sviði
ættfræðinnar, þá getum vér það hvergi. Þess ber því að vænta,
að bæði þing og þjóð láti sér skiljast nauðsyn þessa máls og
veiti því skjótan framgang.
Dr. G. F. bendir réttilega á, að verkefni fyrirhugaðrar mtt-
fræðistofnunar muni verða tvent. Annað þeirra veit að iof
tíðinni, þ. e. að vinna úr þeim ættfræðilega fróðleik, sem fyrir
hendi er, hitt veit að framtíðinni, að leggja grundvöllinn að
allsherjar þjóðarrannsókn hér á landi.
Um fyrra verkefnið skal ekki fjölyrt hér að sinni. En til
þess að allsherjar þjóðarrannsókn geti hafist, væri nauðsynlegt