Eimreiðin - 01.07.1933, Page 53
eimreiðin
HAGNÝT ÆTTFRÆÐI
277
að gefin væri út bók, er nefna mætti Fjölskyldubók og helzt
byrfti að komast í eigu hverrar íslenzkrar fjölskyldu. Verk-
efni Fjölskyldubókarinnar yrði sem hér segir:
1. Að fylgja æfiferli hvers einstaklings fjölskyldunnar frá
v°ggu til grafar, frá sjónarmiði mannfræðinnar.
2. Að safna heimildum að andlegum og líkamlegum eigin-
leikum fjölskyldunnar.
3. Að veita fræðslu, er brugðið geti ljósi yfir arfgengar
slúkdómshneigðir fjölskyldunnar.
4. Að viða að efni um ætt og uppruna fjölskyldunnar, eink-
um með tilliti til mannfræði og líffræði.
I Fjölskyldubókinni skal og geyma myndir af einstaklingum
fiölskyldunnar, sem teknar væru eftir mannfræðilegum reglum.
Framan við bókina yrði að vera leiðarvísir um notkun henn-
ar- Fjölskyldubókin yrði þannig úr garði gerð, að bæta megi
Vlð hana eyðublöðum, eftir því sem þörf krefur. Til þess að
bókin geti orðið ódýr og náð sem mestri útbreiðslu, þyrfti út-
9áfa hennar að njóta styrks frá ríkinu. Með Fjölskyldubók-
lnni yröí lagður grundvöllurinn að líffræðilegri rannsókn á ís-
Jsnzku þjóðinni. Á fyrirhugaðri ættgengisstofnun yrði unnið
ar þeim fróðleik, er bókin léti í té.
Hér er ekki rúm til þess að skýra þessa hugmynd nánar,
en það mun verða gert síðar.
Áð lokum vænti ég þess, að allir geri sér þetta ljóst: Ætt-
fræðina verður að taka öðrum tökum en gert hefur verið
hingað til. Hún á að verða grundvöllur ættgengisfræðinnar.
^ttfræðingar, mannfræðingar, líffræðingar og læknar verða
leggjast á eitt um að svo verði.
Þá fyrst er ættfræðin í réttu horfi. Og þá mun hún verða
Vltaðsgjafi blómlegs framtíðarlífs hér á landi.