Eimreiðin - 01.07.1933, Page 57
eimreiðin
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
281
áttu í hlut; þær ræktu samvizkusamlega sorphreinsaraköllun
stna, sem þær höfðu erft alt frá dögum Rómverja hinna fornu,
°2 voru hinir einu meðlimir bæjarfélagsins, sem áttu það víst
að fá fullan kvið. Þær voru eins tamar og kettir og álíka
stórar. Einu sinni rakst ég á gamla konu, sem var ekkert
nema skinnið og beinin, því sem næst nakin og lá á myglaðri
hálmdýnu í hálfdimmum skúta. Mér var sagt, að þetta væri
»vavama« þ. e. amman. Hún var lömuð og steinblind og hafði
legið þarna árum saman. Á óhreinu hellisgólfinu sátu einar sex
9Hðarstórar rottur á hækjum sínum í kringum morgunverð,
sem ekki verður með orðum lýst. Þær horfðu á mig hinar
fólegustu og hreyfðu sig ekki um þumlung. Gamla konan
rétti fram beinaberan handlegginn og hrópaði hásri röddu:
*Pane! Pane!«
En þegar heilbrigðisnefndin hóf það fánýta starf að sótt-
hreinsa göturæsin, breyttist ástandið, og ótti minn varð að
skelfingu. Miljónir af rottum, sem Iifáð höfðu óáreittar í ræs-
unum síðan á dögum Rómverja, herjuðu um allan Iægri hluta
horgarinnar. Ölvaðar af brennisteinsreyknum og karbóllyktinni
æddu þær um fátækrahverfin eins og óðir hundar. Þær líkt-
ust ekki neinum rottum, sem ég hafði áður séð, voru alveg hár-
lausar með ákaflega langt rautt skott, grimdarleg, blóðhlaupin
augu og hvassar svartar tennur, álíka langar og í hreysiköttum.
þó að þær væru barðar með staf, þá sneru þær bara að
^anni og læstu sig í stafinn eins og bolhundar. Aldrei á æfi
minni hef ég verið eins hræddur við nokkurt dýr eins og ég
uar við þessar óðu rottur, því að ég er viss um að þær voru
óðar. Alt Basso Porto-hverfið var skelfingunni ofurselt. Strax
fyrsta daginn voru yfir hundrað manns, karlmenn, konur og
^örn, skaðbitið af rottunum og flutt á Pellegrini-spítalann. All-
mörg smábörn voru bókstaflega étin upp til agna. Eg gleymi
aldrei nótt einni í fondaco í Vicolo della Duchessa. Herbergið,
se«i einna helzt líktist helli, var hulið rökkri, því að hvergi
var Ijós, nema dálítil olíutýra fyrir framan madonnu-myndina á
Ve99num. Heimilisfaðirinn var dáinn fyrir tveim dögum, en lík
hans lá ennþá undir fataræflum á gólfinu, því að fjölskyld-
unni hafði tekist að fela það fyrir lögreglunni, sem leitaði að
'kunum og flutti þau til grafar. Slík felubrögð voru daglegir