Eimreiðin - 01.07.1933, Page 58
282
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
EIMREIÐIN
viðburðir í fátækrahverfunum. Ég sat á gólfinu við hliðina á
dótturinni og barði frá mér rotturnar með stafnum mínum.
Líkami hennar var þegar orðinn kaldur, en hún hafði þó enn
meðvitund. Allan tímann meðan ég sat þarná heyrði ég, hvernig
rotturnar bruddu sundur sinar og hold af líki föðurins. Loks
fékk þetta svo á mig, að ég réðist að líkinu og reisti það á
fætur í einu horninu. Þarna hallaðist það nú eins og gömul
standklukka upp við vegginn. En brátt réðust rotturnar af
mikilli græðgi aftur á líkið og rifu í sig fætur þess og hand-
leggi. Þá var mér öllum lokið. Nær dauða en lífi af skelf-
ingu æddi ég á dyr. — — —
Um mána.
— Máninn var í fyllingu. Mér stendur stuggur af mánan-
um. Þessi dularfulli gestur hefur oft haldið fyrir mér vöku og
hvíslað of mörgum draumum í eyra mér. Það er ekkert dul-
arfult við sólina, þennan geislandi guð dagsins, sem flutti líf
og ljós inn í jarðarmyrkrin og vakir ennþá yfir okkur með
eldlegu auga sínu, löngu eftir að aðrir guðir, þeir sem höfðu
aðsetur á bökkum Nílar, guðir Olymps og guðir Valhallar eru
horfnir út í sortann. En enginn veit neitt um mána, þenna föla
ferðalang á stjörnuskrýddum næturhimninum, sem alt af starir
á okkur úr fjarska, svefnvana, köldum, gljáandi augum og með
sama háðglottið í svipnum.
Mademoiselle Flopette.
— A leiðinni niður eftir strætinu þurfti vinur minn að fá
sér glas af víni, svo að við settumst við borð fyrir utan eitt
veitingahúsið.
>Bonsoir, cheri«, sagði stúlkan við næsta borð og sneri sér
að vini mínum. »Viltu ekki gefa mér glas. Ég hef ekki fengið
neinn kvöldverð*. Norström svaraði í höstum róm, að hún
skyldi láta sig í friði.
>Bonsoir Chloe!* sagði ég. »Hvernig líður Flopette?*
>Hún heldur sig í hliðarstrætunum, því að þeir líta ekki við
henni hér á aðalstrætunum fyr en þá eftir miðnætti«, um leið
og hún sagði þetta kom Flopette og settist við hlið stall-
systur sinnar.