Eimreiðin - 01.07.1933, Side 68
292
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
eimreiðiN
Hvernig get þá ég, syndarinn, aumastur allra þinna þjóna,
vonast eftir miskunn þinni, þú óbifanlegi alvaldur lífsins! Hver
em ég, að ég skuli dirfast að biðja þig enn um bænheyrslu,
þig, sem hefur þegar fært mér svo margar dýrmætar gjafir
af örlæti þínu! Þú gafst mér augu mín til þess að glitra af
gleði og fyllast af tárum, þú gafst mér hjarta mitt til þess
að bifast af þrá og blæða af sorg, þú gafst mér svefn, þú
gafst mér von.
Eg hélt þú færðir mér þetta alt að gjöf. En mér skjátl-
aðist. Það var að eins lán, og nú viltu fá öllu skilað aftur,
til að færa það annari veru, sem mun á sínum tíma stíga
upp af sömu eilífðinni, sem ég er nú að hverfa í. Lávarður
lífsins! Verði þinn vilji! Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað
veri Drottins nafn!
Sv. S. þýddi.
Listin.
Aö festa í ljóö, á léreft eða í stein
Ieiftur, örvaþyt og daggarvagg á grein,
sindur augans, hófadyn af hrein,
hýalín og mána í skýjafari,
húmið nálgasf, tif á tólgarskari,
tíbrá — svo það skiljist strax og vari,
þetta megnar listin ælif, ein.
Kona.
Að þakka fyrir það, sem vel er veitt
er vandasmátt og sjaldan gert um of.
En gefa svo sem alt fyrir ekki neitt
er aðalskonu risna og guði lof!
Hjartað úr þér skarstu, skálkur tók.
Skipin brendir þú. Nú stendurðu ein
á ströndinni þar, sem stormhlé kvíðann jók.
Stærst ertu nú og fegurst, björt og hrein.
Siguvður Sigurðsson frá Arnarholti