Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 69
EIMREIÐIN
Kolbeinsey.
Eftir Jochum M. Eggertsson.
Norður í íshafi, 107 km, eða tæpar 58 sjómílur í hánorður
Siglunesi, liggur einstök klettaeyja, sem snemma á öldum
hlaut nafnið Kolbeinsey. Annað nafn ber eyja þessi, er vér
yitum ógjörla hvenær hún hefur hlotið, og er það nafnið
’Mevenklint". Eitt er þó víst, að í kringum árið 1580 þekt-
lst eyjan undir báðum þessum nöfnum.
Eftir hnattstöðu reiknast Kolbeinsey vera á 67°, 10' n. br.
°9 18°, 44' v. 1. — Frá Grímsey er stefna Kolbeinseyjar í
norður-norðvestur og vegalengdin milli eyjanna 79 km. eða
tæPar 43 sjómílur.
Holbeinsey er nyrzti oddi grynningar, er rekja má alla
te>ð til Víkurhöfða á Flateyjardal, og standa því Flatey á
Skjálfanda og Grímsey á hinum sama neðansjávarhrygg og
Nolbeinsey. Alla leið milli Flateyjar og Grímseyjar er hrygg-
Ur þessi óslitinn, og fer dýpi sævarins hvergi yfir 30 faðma,
ef fylgt er háhryggnum, en djúpir álar liggja að honum
be9gja megin.
} jöðrum hryggjar þessa, einkum að austan, er botninn
tt’lög úfinn og ósléttur (hraun). Næstum miðja vega milli
Qrímseyjar og Kolbeinseyjar er grynning, mjög fiskisæl, en
>t>l ummáls, sem kölluð er »Groves-Bank«. Botn er þar rneð
afbrigðum óhreinn og mishæðóttur, og segjast færeyskir fiski-
rrrenn hafa fundið þar tind eða nibbu á aðeins 5 faðma dýpi
°9 telja stað þenna mjög hættulegan veiðiskipum í stórsjóum
Ve9na grunnbrota. Grímseyingar hafa stundum farið norður á
>(3roves-Bankc til færaveiða á vélbáti, og segja þeir dýpi á
aðalgrynninu 12—30 faðma. Fiskur sá, er þarna veiðist, er
°ftast rauður (þaralitaður). Þykir einkennilegt að draga svo-
nefndan »þarafiskc úti á reginhafi. Er fiskur þarna misjafn
að stærð og aldrei eins og tíðkast með þaraleginn grunnfisk,
eru þar geipistórir slápar innan um, og heilagfiskis verður
°ft vart á þessum slóðum.