Eimreiðin - 01.07.1933, Page 74
298
KOLBEINSEY
eimreiðin
eftir skipinu, en bæði vegna óveðurs og brims varð hann að
snúa aftur, ætlaði hann varla að ná landi og var nærri drukn-
aður, en skipið rak æ lengra undan með öllu sem þeir höfðu
til lífsbjargar, mat og drykk og fatnaði þeirra. I þessum hörm-
ungum reikuðu þeir ráðþrota upp frá flæðarmálinu; varð þeim
það eitt til úrræða, að þeir féllu á kné á klettunum og báðu
guð grátandi hjálpar og miskunar. Síðan ráfuðu þeir upp á
eyna og töluðu ekki orð frá munni. Lægði þá skyndilega sjó
og vind, fyrst kom logn og þar næst hægur vindur á út-
norðan, svo að skipið rak aftur að eynni. Ottuðust þeir þá,
þó að djúpt væri, að skipið kynni að steyta á skeri, þar sem
þeir næðu ekki til, en það varð þó ekki. Þeir bræður höfðu
haft haldfæri með sér úr skipinu og röktu það niður í stóran
hring, bundu stein í endann á því og köstuðu honum út í
skipið. Vildi þeim það til lífs og bjargar, að steinninn festist
undir stafnlokinu á skipinu, svo að þeir gátu dregið það að
sér, og má nærri geta hversu óumræðilegur fögnuður það
muni hafa verið fyrir þá. Bjuggu þeir nú betur um skipið
eftir en áður og tóku síðan fugl (langvíur) og egg í bezta
næði og blíðviðri. Þeir vaðbáru eyna, og mældist hún 400
faðma á lengd, en á breidd 60 faðma og nálægt 60 föðrnum
á hæð, þar sem hún var allra hæst. Fernskonar grjót var í
eynni og hún öll með holum og gjám, full af grjóti en engin
grastó í milli.
Alls dvöldu þeir 7 dægur við eyna, höfðu þeir þá tekið 8
stór-hundruð af fugli, ógrynni af eggjum og nokkuð af fiski.
Frá Kolbeinsey var land alt horfið sjónum, nema einar þrjár
þúfur, en það voru hæstu fjöllin á landi. Þegar þeir fóru frá
eynni, fengu þeir hagstæðan byr, farnaðist vel og tóku land
á Siglunesi, á Maríumessu.
Foreldrar þeirra þóttust hafa heimt þá úr helju og urðu
allshugar fegnir komu þeirra. Þessi för þeirra Hvanndala-
bræðra hefur síðan verið að minnum höfð. Spunnust um hana
margskonar sagnir, er bárust manna milli frá einu landshorn-
inu til annars og tóku á sig ýmiskonar gervi, er síðar bland-
aðist hjátrú og hindurvitnum. Meðal annars áttu þeir Hvann-
dalabræður að hafa Iátið Iífið á Kolbeinsey. Bendir til þessa