Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 82
306
KOLBEINSEY
EIMREIÐIN
Lagt var af stað sunnudaginn 5. júní, og voru þessir menn
í förinni: Sigfús Kristjánsson, Hólmgeir Árnason og Baldur
Pálsson, allir frá Húsavík, og voru þeir eigendur bátsins.
En sér til fylgdar og leiðsögu fengu þeir Sofus Gjöveraa,
Færeying, þá til heimilis í Héðinsvík á Tjörnesi. Sofus er
lærður í sjómannafræði og auk þess ágætur sjómaður. Hafði
hann verið í Grímsey nokkur ár undanfarin og stundað þaðan
sjósókn; varð hann því
formaður fararinnar, en
allir kunnu leiðangurs-
menn að fara með vél
bátsins. Tilætlunin með
förinni var að rannsaka
eyna og taka þar egS
og fugl, ef til næðist.
Tæki höfðu þeir og til
selveiða, því oft eru
blöðruselir á sveimi þarna
norður í hafinu á vorin.
Sömuleiðis höfðu þeir
með sér færi til fisk-
veiða, ef fiskur kynni að
vera við eyna eða eyjar-
grunninn, og yfirleitt
í Kolbeinsey. Brimsorfið hraunberg. bjuggu þeir för sína
eftir föngum.
Þeir lögðu af stað frá Húsavík sunnudaginn 5. júní 1932,
að kvöldi dags, og héldu til Grímseyjar. Fengu þeir sótsvarta
þoku á Grímseyjarsundi, en fundu þó Grímsey og lögðust á
Sandvíkurlegu á mánudagsmorgun og biðu þess að þok-
unni létti. Aðfaranótt þriðjudags rofaði til svo þeir lögðu
af stað, en ekki höfðu þeir farið nema nokkurn spöl norð-
ur frá Grímsey, er þokunni skelti yfir aftur. Kl. 3—4 á
þriðjudag fundu þeir Kolbeinsey, og jafnframt létti þokunni
og gerði hið fegursta veður, Bát höfðu þeir meðferðis. er
þeir gátu tekið upp á skipið. Settu þeir hann út og gengu
á land í eynni, en sjór var eins dauður og framast má norður
þar. Dvöldu þeir við eyna það sem eftir var dags og fram a