Eimreiðin - 01.07.1933, Page 84
308
KOLBEINSEV
EIMREIÐIN
Og í raun og veru er það ekkert ótrúlegt. »Dropinn holar
steininn* segir máltækið. Það eru iðin öfl, sem hér eru að
verki. Athugið hin djúpu klettagil, sem að eins lítill lækur
hefur gert á meginlandinu. Hvað skal þá vera úti í hafinu,
þar sem hið síkvika, ólgandi úthaf helst í arma við heljar-öfl
ísa og stórviðra; þá hefur margur látið á sjá á skemri tíma
en 350 árum. —
Er þeir félagar frá Húsavík komu aftur úr Kolbeinseyjar-
för sinni, þótti mörgum för þeirra ærið tilkomulítil eða einskis-
verð, af því þeir komu ekki færandi hendi. Þeir kváðu
sig löglega afsakaða, með því „kreppan“ væri nú komin til
Kolbeinseyjar. Það þótti mörgum full-langt gengið og urðu
hljóðir við. En för þeirra Húsvíkinga lil Kolbeinseyjar er saint
þess verð, að hún sé þökkuð, og skal það hér gert með
línum þessum.
Vormorgunn.
Huerfur þreyta, hlynar Iund,
Hýrnar sveitin allavega.
Brosir leiti, laut og sund,
lífið breytist dásamlega.
Stælist þor og styrkur mér,
strýkur vorið klakabandið.
Guðaborin glóey fer
geislasporum yfir landið.
Mallfreður.