Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 85
EIMREIÐIN
Endurminningar
um Bjarna Jónsson frá Vogi.
Bjarni frá Vogi var fríður maður á sína vísu; því allir
Sáfumenn eru „fríðir“. Gerði Georg Brandes einna bezta
Sangskör að því að koma þessari hugsun á framfæri, þegar
honum var falið að mæla fyrir minni vitringsins Haralds Höff-
d'ngs, eða Höfðingja, sem íslendingar einatt nefndu hann.
Brandes hóf ræðu sína á því að trúa áheyrendunum fyrir
t»ví, að hann hefði í raun og veru alla tíð verið „skotinn“ í
Uöfðingja; en hann þótti almenningi harla ófríður, og var sagt
hann hefði brosað, þegar þetta kom hjá Brandesi; en þessu
Var ekki til að dreifa um Bjarna, að hann væri ófríður.
Bjarni var meðalmaður á hæð, þrekinn, þéttur og vel vax-
lnn. Hann var vel að manni og við góða heilsu, og kom það
honum, eins og öðrum, vel, því mikið reyndi á hann oft og
ematt þegar fram í sótti; hafði unnið mikið líkamlega vinnu
framan af æfi.
Hann var reifur á manninn, hvatlegur og ungur yfirlitum,
°S svo, eftir að hann var orðinn grár á hár.
Mér fanst ég skilja Bjarna einna bezt þeirra manna, sem
e9 hef kynst að marki, en voru fjarri mér og meiri að aldri,
frekkingu og lífsvizku; ég fann til með honum, en ekki vissi
hatin af því.
Hann var mæðumaður.
Hann var að yrkja, en kunni ekki strengjatökin; hann unni
nu9ástum, en heyrði ekki endursvarið. Hann þráði sína eigin
risnu, en var snauður; hann trúði og treysti — líka flysjung-
Un>. Hann hafði ágæta reikningsgáfu, en rímaði samsull.
Björn Ólsen mat Bjarna mikils; hann heyrði eins og allir
a^rir> að Bjarni væri »farinn að drekka*, svo sem kallað var
°9 er. Fanst Ólsen sem hann vegna rektorsstöðu sinnar ætti
að tala um þetta við hann og gerði það undir fjögur augu
eima hjá sér. Bjarni sagði mér sjálfur frá þessu nokkru
s’ðar, og var síður en svo að hann þykktist af þessu við