Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Page 86

Eimreiðin - 01.07.1933, Page 86
310 ENDURMINNINGAR EIMREIÐIN Ólsen, og það því fremur sem hann hefði tekið það fram, að sig varðaði ekkert um einkalíf hans, en hann mætti ekki drekka með skólapiltunum. Bjarni sagðist hafa lofað þessu. En >mala domestica* virðist stundum geta brotið öll guðs lög og jafnvel mannanna lög líka, þótt æðri reynist — nema á pappírnum og í munni manna; þar þykja guðs lög alveg afbragð. Bjarni var veikur í víngarði, en hann var sterkur í logik, eða rökréttri lýsingu hugsunar. Var einhverju sinni hlegið dátt að viðurkenningu, sem hann fékk í þessu efni hjá Kristjáni Jónssyni háyfirdómara. Það var á Hótel ísland. Bjarni hafði lesið yfirréttardóm, en þótti forsendur og á- lyktun ekki koma sem bezt heim hvað við annað og hafði orð á þessu við Kristján, sem svaraði önugur, að það mætti vel satt vera, en bætti við, að lífið sjálft og lógiskar röksemda- færslur færu ekki æfinlega saman. Bjarni varð fár við — en fíflin hlóu. Kristján skildi, sagði ekkert; en ég sá það, að hann skildi. — Bjarni hafði samið sér málshátt, djúpvitran, en skiljan- legan hverjum manni þegar í stað, og þótti því minna til hans koma en ella — »að hugsa rétt og vilja vel«. Orðtak þetta merkti, svo óbrotið og einfaldlega framsett, ekki annað en þetta lítilræði, að hafa höfuð og hjarta reiðubúið og á réttum stað! Vmsir voru að æfa sig á að herma þessa setningu eftir honum; hann vissi af því, en skeytti ekki um, og það þótt sjálfur heyrði. Hann skrifaði sig »frá Vogi«. Hygg ég það hafi hann gert vegna þess, að um líkt leyti ritaði Bjarni Jónsson, sem kall- aður var »eyðufyllir« ísafoldar, mjög mikið í ísafold; hann þýddi Kveldmáltíðarbörnin af sænskri tungu. Var það áþekt um Bjarna frá Vogi og þegar ég fór að skrifa mitt nafn undir ljóð og blaðagreinar með viðbætinum: frá Arnarholti- Voru þá tveir aðrir Sigurðar Sigurðssynir, sem skrifuðu i blöðin, eldri og þektari mér, svo ég kunni ekki við að þeim væri kannske eignuð mín skrif. En þetta uppátæki Bjarna varð til þess, að skólasveinar og síðar aðrir, sem voru miður að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.