Eimreiðin - 01.07.1933, Page 92
316
ESPERANTÓ OG ENSKA
EIMREIÐIN
fullkomin, tel ég ekki ólíklegt, að hans eigin hafi að sumu
leyti staðið henni að baki. En vera má að í Esperantó hafi
hann verið vel að sér.
Þá er það talið málinu til gildis, að létt sé að nema það.
Þetta væri kostur, ef málið kæmi svo að gagni á eftir; ella
skiftir það engu. En er það nú svo ákaflega Iétt? Fyrir 15
eða 16 árum tók ég það fyrir að glugga dálítið í Esperantó,
en ég sá það fljótt, að the game was not worth the candle,
þ. e. a. s. þetta var ekki ómaksins vert. Jafnvel þótt til ein-
hvers hefði verið að vinna, þá hefði það tekið mig svo mik-
inn tíma að læra mál þetta til hlítar, að ekkert vit gat verið
í þeirri tímgeyðslu. Það var svo greinilega áhorfslaust að
velja þá heldur eitthvert menningarmál, dautt eða lifandi.
Nú á ég að visu auðvelt með að trúa því, að sumir ungling-
arnir, sem verið er að hóa hér inn í Esperantó-sauðahúsið,
sé slyngari til málanáms en ég var, en hinu trúi ég ekki,
að þeir hafi velflestir þau undirbúningsskilyrði, sem ég þá
hafði, því á bókina skildi ég að miklu leyti þrjár þeirra höfuð-
tungna vestrænnar menningar, sem orðstofnarnir eru aðal-
lega teknir úr.
Vera má, að þeir, sem óskýrt hugsa, dragi af þessu þá
ályktun, að ég telji alla þá menn fáráða, sem leggja stund á
Esperantó. Því fer þó harla fjarri, og ég veit að á meðal
þeirra eru beinlínis gáfaðir menn, bæði hér og erlendis. En
skýzt þótt skýrir séu, og mér er engin launung á því, að
þegar þeir beitast fyrir því, að menn læri Esperantó öðru-
vísi en sem dægradvöl, eins og t. a. m. tafl, sem er göfug
iþrótt og bygð upp af engu minna hugviti en tilbúnu málin,
þá lít ég svo á, að þeir séu á glapstigum og ekki fyrir að
synja að þeir geti unnið ógagn.
Ógagnið, sem ég óttast, er það, að námsviðleitni óráðinna
unglinga kunni að verða bægt frá því, sem tvímælalaust er
til nytsemdar, og að hinu, sem lítt er hugsandi að nokkrum
geti orðið að Iiði. Og þá er illa farið, um það munu alhr
geta orðið sammála.
Ég gat þess áðan, að af tilbúnum málum væri til fjöldinn
allur. Margir Esperantómenn hafa horfið frá því máli og tekið
einhverja aðra samskonar smíð, sem þeir töldu betri eða full'