Eimreiðin - 01.07.1933, Page 94
318
ESPERANTÓ OQ ENSKA
eimreiðin
hafa skilið að var okkur til tjóns. Auðvitað skorti leiðtoga
þjóðarinnar vit og sjálfstæði til að fara að þessum ráðum.
Þó hafa síðan alla tíð verið til ágætir menn, sem tóku í hinn
sama streng, eins og t. d. Þórhallur biskup, sem var óþreyt-
andi að toga til þeirrar hliðar, og ekki get ég annað hugsað
en að við værum nú betur farnir menningarlega, ef ráði Jóns
hefði verið fram farið. Vanrækslusyndar feðranna er vitjað
á þeim, sem síðan hafa fæðst.
Tillaga Jóns Olafssonar, svo skynsamleg og sjálfsögð, á al-
veg eins við núna eins og þegar hún var fyrst borin upp.
En þó að nokkru hafi um þokað síðustu þrjátíu árin, þá
þarf samt enginn að láta sér detta í hug, að við þolum enn-
þá svona stóran skamt af skynsemi. Við höldum áfram að
dratta sömu fjárgöturnar núna fyrst um sinn. En þó vildi ég
að þeir einstaklingar, sem betur sjá og vel vilja, hertu nú
róðurinn. Skólarnir verða þá að lokum að sigla í kjölfar þeirra.
En hvað sem auknu enskunámi líður í þessu landi, þá er
það nauðsyn að kveða niður Esperantó-firruna, sem þegar er
búin að gera okkur að viðundri og athlægi í augum annara
þjóða vegna þess, hve blöðin hafa af skilningslítilli vatns-
grautarmiskunnsemi leyft trúboðunum greiðan aðgang að dálk-
um sínum. Hvað sem líður allri pólitík — menn verða seint
sammála um það allir, hvað sé holl pólitík og hvað óholl, þá
er það barnaskapur á hæsta stigi (svo ekki sé viðhaft neitt
óvirðulegt orð) að hugsa sér, að mönnum geti komið að
gagni að læra þetta tilbúna mál, dautt á þann hátt, sem öll
tilbúin mál hljóta í eðli sínu að vera dauð. Að því er dr.
Guðmundur Finnbogason segir í Lesbók Morgunblaðsins 14.
maí 1933, er nú áætlað, að um 129 þúsundir manna kunni
Esperantó. Hinsvegar er nú svo komið, að talið er að 500
miljónir, eða fjórði hluti alls mannkynsins, tali orðið ensku,
annaðhvort að móðurmáli eða sem hjálparmál (Bognyt 3.
marz 1933). Hitt þarf ekki að minna á, að þetta mál geymir
hinar stærstu bókmentir, sem heimurinn hefur nokkru sinni
eignast, og að engilsaxneski þjóðbálkurinn er af mörgum tal-
inn einhver hinn ágætasti hluti mannkynsins. Eigi heldur hitt,
sem ekki er veigaminst atriði fyrir okkur, að enskan er móð-
urmál næstu nágranna okkar, þeirrar þjóðar, sem við höfum
í rauninni mest saman við að sælda og okkur hefur reynst
svo hamingjudrjúgt að eiga viðskifti við.
Niðurstaða allrar skynsamlegrar íhugunar á þessu máli, fra
hvaða hlið sem á það er litið, hlýtur óumflýanlega að verða
sú, að það sé enskan, sem allir Islendingar eiga að læra,
þeir er með nokkru móti eiga þess kost að nema einhverja
erlenda tungu. Snæbjörn Jónsson.