Eimreiðin - 01.07.1933, Page 98
322
GRÓÐRARSTÖÐIN Á SÁMSSTÖÐUM
EIMREIÐIN
fann, einkum af túnvingli og vallarsveifgrasi, sem eru beztu
túngrösin í íslenzkum túnum. Þessa einstaklinga tók hann
upp með rótum og flutti í tilraunareit sinn til fræræktar í
Aldamótagarðinum. Upp af þessum einstaklingum hefur hann
alið stofna og hreinræktað »fjölskyldur« af þeim stofnum, er
bezt hafa reynzt, með skyldleikaræktun og stöðugu endur-
Byggakur frá Sámsstööum.
teknu úrvali. Alla þessa stofna og »fjölskyldur« flutti hann
austur að Sámsstöðum 1927, og einnig tók hann þá nokkra
stofna íslenzkra grasa frá fóðurræktuninni í Gróðrarstöðinni
í Reykjavík, enda þekti hann þá stofna jafnvel og sína eis>n
stofna.
Oftast hefur það komið furðu fljótt í ljós, hversu kyngóðir
og hreinkynjaðir einstaklingarnir voru, sem valdir voru ^
þessarar ræktunar. Þegar reynslan hefur sýnt, að kyngæð111
hafa ekki verið í bezta lagi, hefur stofnunum hiklaust verið
fleygt. Við þessar kynbætur og úrval verður að gæta þesS
vandlega, að ekki eigi sér stað frjóvgun frá lélegum einstakl'
ingum. Til þess er það t. d. einfalt ráð að einangra beztu
stofnana í kornökrunum. Þegar komið hefur verið upp stofn'
um, svo að um ofurlítið fræmagn er að ræða, er byrjað a