Eimreiðin - 01.07.1933, Side 100
324
GRÓÐRARSTÖÐIN Á SÁMSSTÖÐUM
eimreiðin
Kornræktin á Sámsstöðum er aðallega fólgin í tilraunum.
Þó er líklega réttara sagt: hún er eingöngu fólgin í tilraun-
um, því að þó að þar séu stórir samfeldir akrar, eru þeir
ekki fyrst og fremst yrktir með það fyrir augum að skila
fjárhagslegum arði á líðandi ári, heldur til að fá reynslu,
þekkingu á frjómagni íslenzkrar moldar við íslenzka veðráttu,
til þess að læra á því
tökin að lokum að rækta
jörðina með sem mesturn
arði. Það er því raunar
réttast að segja, að á
Sámsstöðum séu korn-
ræktartilraunir í litluni
reitumog á stórum ökrum-
Fjölbreytni þessara til-
rauna er afar-mikil. "
Sumar tilraunirnar hafa
verið gerðarárum saman,
aðrar eru í byrjun. Elztn
tilraunirnar eru um sáð-
tímann. Sáð er 20. apríl,
1. maí, 10. maí, 20. ma'
og 31. maí. Tegundunum,
sem þessar tilraunir erU
gerðar með, er altaf að
fjölga. Af þessum tilraun-
um má þegar ráða með nokkurn veginn fullkominni vissu,
á Sámsstöðum fæst mest og bezt uppskera af korni með Þvl
að sá í apríllok eða maíbyrjun, en hálmurinn er mestur, e^
seint er sáð. Mismunur korn-uppskerunnar af fyrstu sáðtím-
unum og hinum síðasta hefur verið um 9 tn. af hektara.
Þá hafa verið gerðar tilraunir með sáðmagn, frá 125 kg-
upp í 250 kg. á hektara, tilraunir um sáðaðferðir og sáðdýp'-
Einnig hafa verið gerðar margvíslegar áburðartilraunir
jarðvinslutilraunir í sambandi við kornræktina. Allar eru þesS'
ar tilraunir marg-endurteknar. Um áburðartilraunirnar er þa^
ef til vill merkilegast, að þær hafa svo greinilega leitt í ljós>
hve mýrarjarðvegurinn íslenzki er auðugur af köfnunarefni o9
Kornakrarnir 1933,
hlaðan og íbúðarhúsið í bahsýn.