Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 105
eimreiðin
GRÓÐRARSTÖÐIN A SÁMSSTÖÐUM
329
l'ka vafalaust nauðsynlegt að rannsaka sem nákvæmast áhrif
rakans á hitastig jarðvegsins.
Anægjulegt er að hitta fyrir mann eins og Klemens Krist-
lánsson, sem hefur búið sig undir starf sitt með vitsmunum
°9 staðföstu þreki og leysir það af hendi með vitsmunum og
staðföstu þreki. En auðvitað er það skiljanlegt, að Klemens
hefur lítinn tíma haft til glæsimensku í öðru en starfi sínu á
þessu sérstaka kjörsviði, og hann hefur alls engan tíma haft
l'l yfirlætis. Því ánægjulegra er það á þessari öld yfirbragðs-
9læsimensku, yfirlætis og auglýsinga, að stjórn Búnaðarfélags
Islands hefur haft vitsmuni til að skilja gildi Klemensar og
slarfs hans og drenglund til að láta hann njóta þess.
Eg gat þess í upphafi, að ef menn vildu verða skygnir og
sla framtíð íslenzkra sveita í hillingum, skyldu menn ganga
Ur,dir hönd Klemensar á Sámsstöðum. Mér liðu þar fyrir sjónir
[raerækt, kornyrkja, sáðskifti, skipulagsbundin ræktun og vís-
'ndaleg jarðvinsla, fullkomin tæki og fólk, sem var leyst undan
Wngsta oki stritsins, en naut gleði vinnunnar. Og þó að ég
Se handgenginn Njálu, er það miklu fremur framtíðin en for-
tíðin, er við mér blasir, er þau fara um hug minn þessi frægu
0rð: Fögur er hlíðin og hefur mér aldrei fegri sýnst — bleikir
akrar 0g slegin tún.
Arnór Sigurjónsson.