Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 106
EIMREIÐIN
Hlutafélagið Episcopo.
Saga eftir Gabriele d’Annunzio.
[Niðurl.J
Orlögin verða ekki umflúin! Tíu ár voru liðin, tíu örvænt-
ingarfull ár, tíu aldir í helvíti. Og kvöld eitt sagði Ginevra
mér að óvörum, þegar við vorum að borða og Ciró var við-
staddur: Heyrðu, Wanzer er kominn aftur«.
Það er áreiðanlegt, að ég fölnaði ekki. Því, sjáið þér til,
það er langt síðan að kom á andlit mitt litur, sem breytist
ekki, sem sjálfur dauðinn mun ekki breyta, sem ég mun fara
með óbreyttan í gröfina. En ég man eftir því að tunga mín
var eins og bundin, ég gat ekki sagt eitt orð. Ginevra horfði
á mig með þessu hvassa, nístandi augnatilliti, sem vakti hjá
mér sama kvíðann og beitt vopn hjá bleyðu. Eg tók eftir
því að hún horfði á enni mér, á örið, og bros hennar var
óþolandi. Hún vissi að hún særði mig, benti á örið og
sagði:
»Þú ert þá búinn að gleyma Wanzer? Hann hefur samt
skilið eftir á enni þínu fallegan minjagrip*.
Þá leit Ciro líka á örið, og ég las í augum hans spurn-
ingarnar, sem hann hefði viljað beina til mín. Hann hefði
viljað segja við mig:
»Hvernig er þessu farið? Hefur þú ekki sagt mér, að þú
hafir dottið og meitt þig? Hversvegna þessi lýgi? Og hvaða
maður hefur sært þig?« En hann leit niður fyrir sig og þagði.
Ginevra tók aftur til máls:
»Eg mætti honum í morgun. Hann þekti mig þegar í stað.
Eg þekti hann hinsvegar ekki strax, því að hann er kominn
með alskegg. Hann vissi ekkert um okkur. Hann sagðist
vera búinn að leita að þér í tvo eða þrjá daga. Hann vill
hitta þig aftur, kæran vin sinn. Hann hefur vafalaust komist
í efni í Ameríku, að minsta kosti eftir klæðaburði hans
að dæma«.
Hún hélt áfram að horfa á mig, jafnframt því, sem hún
talaði, og altaf lék þetta óskiljanlega bros um varir hennar.