Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 108

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 108
332 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN því yfirskini, að dóminum væri fullnægt? Hann sagði meðal annars við mig og horfði gaumgæfilega á mig: »Þú hefur elzt mikið. Frú Ginevra hefur hinsvegar aldrei verið eins blómleg og nú«. Hann horfði vandlega á Ginevru og drap Iítið eitt titlinga, og hann brosti girndarlega. Hann var strax farinn að girn- ast hana, og hann var viss um að hann næði henni á sitt vald. »Vertu nú hreinskilinn*, bætti hann við, »var það ekki ég, sem útvegaði þér kvonfang? Það var ég að öllu leyti. Manstu eftir? Ha, ha, ha, manstu eftir því?« Hann fór að hlæja. Ginevra fór líka að hlæja. Ég reyndi líka að hlæja. Það virtist svo sem ég væri algerlega búinn að taka við hlutskifti Battista. Vesalings Battista (guð varð- veiti sál hans!) hafði arfleitt mig að þessum krampakenda og heimskulega hlátri. Guð varðveiti sál hans! Ciro horfði nú án afláts á móður sína, ókunna manninn og mig. Þegar honum varð litið á Wanzer, þá brá fyrir hörku, sem ég hafði aldrei séð áður í augum hans. »Þetta barn líkist þér mikið«, hélt hann áfram, »það líkist þér meira en móðurinni*. Hann rétti út höndina, til þess að klappa honum á koll- inn. En Ciro hentist upp, og með því að beygja höfuðið til hliðar forðaðist hann að hönd Wanzers snerti hann. Hann var svo æstur og tryllingslegur, að Wanzer varð steini lostinn. »Hafðu þetta«, æpti móðir hans, »hafðu þetta, götustrák- ur!« Og hún rak honum rokna löðrung. «Farðu með hann í burtu. Farðu með hann fljótt í burtu«, skipaði hún föl af reiði. Ég stóð á fætur og hlýddi. Ciro var með hökuna niðrí bringu, en hann grét ekki. Það var rétt með naumindum, að ég heyrði gnísta í tönnum hans. Ég lyfti höfði hans eins blíðlega og ég gat, þegar við vorum komnir inní herbergið okkar, og ég sá á vesalings mögru kinninni hans farið eftir fingurna, rauðan blettinn undan löðrungnum. Ég sá ekkert fyrir tárum. »Finnur þú til? Heyrðu, finnur þú mikið til? Ciro, Ciro, svaraðu mér. Finnur þú mikið til?« spurði ég og beygði mig örvæntingarfullur niður að þessari vesalings misþyrmdu kinn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.