Eimreiðin - 01.07.1933, Page 109
eimreiðin
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
333
sem ég hefði viljað væta, ekki með tárum mínum, heldur
nieð einhverju dýrmætu smyrsli.
Hann svaraði ekki, hann grét ekki. Aldrei, aldrei hafði ég
séð svip hans svo harðan, úfinn og næstum villimannlegan,
Þetta hrukkótta enni, þennan ógnandi svip í kringum munn-
>nn, þennan náföla yfirlit.
»Ciro, Ciro, svaraðu, barnið mitt!«
Hann svaraði ekki. Hann færði sig frá mér, gekk að rúm-
inu sínu og fór að klæða sig úr, þegjandi. Ég fór að. hjálpa
honum með feimnislegum, næstum biðjandi hreyfingum. Hugs-
unin um að hann bæri líka illan hug til mín, heltók mig.
Es kraup á kné fyrir framan hann, til þess að reima af hon-
unt skóna, og ég lá lengi þannig með höfuðið við fætur hans
a gólfinu. Ég lagði við fætur hans fórn hjarta míns, hjarta,
sem var þungt eins og blý.
»Pabbi! pabbi!« sagði hann Ioksins skyndilega og þreif
höndunum um höfuð mér. Einhver kveljandi spurning var
homin á varir hans.
'En talaðu, talaðu«, grátbað ég og lá sífelt á hjánum við
fætur hans.
Hann hætti og sagði ekki orð framar, fór upp í rúmið,
smeygði sér undir ábreiðurnar og gróf höfuðið í koddann.
^ugnabliki síðar fóru tennur hans að glamra, eins og
t3®1, glömruðu suma morgna á veturna, þegar honum var
halt. Blíðuatlot mín sefuðu hann ekki, orð mín voru honum
an9in huggun. Úhú! sá sem hefur þolað það sem ég þoldi
a þessari stundu, verðskuldar að komast til himna. Leið ekki
uema ein klukkustund? Mér fanst það óratími. Að lokum
un'tist mér Ciro verða rólegri. Hann lokaði augunum, eins og
nann ætlaði að fara að sofa. Andlit hans varð smámsaman
mns og það átti að sér að vera. Ég stóð grafkyr við rúmið.
að rigndi sífelt úti. Rúðurnar titruðu við og við undan
staerri dembunum, og Ciro sperti þá upp augun og lokaði
Peim svo aftur. Ég endurtók í sífellu:
*Sofðu! Sofðu! Ég er hérna. Sofðu, blessað barnið mitt!«
^n sjálfur var ég hræddur. Ég gat ekki bælt niður hræðslu
m>na. Ég fann til ægilegrar ógnar í kringum mig og yfir
mér. Og ég endurtók í hvert sinn: