Eimreiðin - 01.07.1933, Side 114
338
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
veikari en að venju síðastliðna daga. í huga mér sá ég tog-
inleitt, öskugrátt andlit hans, magurt af þjáningum.
Athugið, herra, eitt atvik. í gegnum gluggakrýli á veggn-
um, sem ég snéri baki að og þar af leiðandi fyrir ofan höf-
uð mitt, féll sólargeislinn.
Athugið, herra, ennfremur önnur atvik. Búðarþjónninn, sem
var ungur og vel í hold komið, svaf á pokunum. Þúsundir
flugna suðuðu yfir honum eins og yfir hræi. Kaupmaðurinn kom
inn og gekk að vatnsfati, sem stóð úti í einu horninu. Hann
hafði blóðnasir. Hann hallaði sér áfram, þegar hann gekk, til
þess að setja ekki bletti í skyríuna og blóðið draup á gólfið-
Það ríkti svo djúp kyrð nokkrar mínútur, að það var eins og
alt væri dáið. Enginn maður kom inn í búðina, enginn vagn
fór fram hjá. Þjónninn hraut ekki lengur. Alt í einu heyrðt
ég rödd Ciros:
»Hvar er pabbi?«
Hann kom í Ijós, fíngerður, næstum gagnsær, eins og andi
innan um pokana, tunnurnar og sápuhrúgurnar í þessum
lága sal. Hann birtist mér eins og dulsýn. Svitinn streymdt
af enni hans. Varir hans skulfu, en mér virtist afarmikið
hugrekki skína af svip hans.
»Þú hérna, um þetta leyti?* æpti ég, »hvað hefur kom-
ið fyrir?«
»Komdu, pabbi, komdu«.
»En hvað hefur komið fyrir?«
»Komdu, komdu með mér«. Rödd var hljómlaus, hás, en
ákveðin.
Ég fleygði öllu frá mér og sagði: »Ég kem eftir augnablik**
Ég fór út með honum. Ég titraði og skalf á fótunum. Við
vorum í Tritongötu og fórum upp eftir til Barbine-torgsins.
sem var mannlaust og eins og logandi eldur. Var það mann-
laust? Ég veit það ekki, en ég sá aðeins eldinn. Ciro þreif 1
hönd mína.
»]æja! Hversvegna talar þú ekki? Hvað hefur komið fyrir*»
spurði ég hann í þriðja sinni, þrátt fyrir að ég óttaðist það.
sem hann ætlaði að fara að segja.
»Komdu, komdu með mér. Wanzer barði hana . . • hann
hefur barið hana . . .«